Sól í heiði

Enn leikur veðrið við okkur norðlendinga. Sólin skín og það sem meira er að það er logn. Átti góða helgi, Harpa Hlín gisti hjá mér á föstudagskvöld og horfðum saman á Eyþór vinna sæti í Bandinu hans Bubba, ásamt mömmu, Arnari, Þórgunni og Andreu. Þetta var snilld hjá stráknum eins og ég hef margoft talað um.Grin

Við Harpa fórum í smá búðarleik og ég tók eftir því að þegar ég rétti henni "greiðsluna" þá taldi hún ekki peninga í ímyndaðan búðarkassa, heldur renndi hendinni eftir borðinu  eins og hún væri að renna korti í kortarauf.. mér fannst þetta ótrúlega fyndið og umhugsunsrvert, börn í dag sjá sjálfsagt mjög sjaldan, eða aldrei greitt með peningum, og vita vart hvað það er.. ætli krakkar í dag biðji aldrei um pening, heldur bara um kortið takk... ??Cool 

Freyja og Hörður komu svo á laugardag, fórum kaffi og tertur til mömmu, og svo borðuðu þau ásamt Sigurði Óla og fjölsk hjá mér um kvöldið. Freyja er að sauma fermingardress á 2 dömur hér í firðinum svo hún notaði tækifærið til mátunar. Sýndi mér svo myndir af kjól sem hún saumaði á eina stúlku sem tók þátt í Ungfrú Norðuland.. og Þvílíkur kjóll.. svo glæsilegur að ég átti ekki til orð. Hún hafnaði í fimmta sæti stelpan, en ég hefði sett kjólinn í fyrsta sæti, svo flottur er hann..  Smile

Fór auðvita út á göngu með hundinn og í sund með Hörpu á laugardag, tók vel á því í ræktinni á sunnudag og við Hófý gengum lengi lengi með voffana í góða veðrinu..

Sjóararnir alltaf að róa og fiskeríið og veðrið svo gott að karlinn kemur ekkert heim. Vona að þau stoppi nú eitthvað í vikunni eða um næstu helgi. Búin að græja flug fyrir Ellen dansdrottningu á miðvikudag en hún ætlar að koma í langa helgi til okkar.. Bara gaman framundan.

nóg að sinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband