29.4.2008 | 11:21
Gleðilegt sumar
Átti góða langa helgi með mínum yndislegu barnabörnum og Konna mínum. Ellen kom á miðvikudag og við skelltum okkur beina leið í keilu, þar sem Freyja, Hörður, Arna Dögg, Sigga og fleiri voru að spila. Ellen fannst það nú ekki leiðinlegt.
Harpa mætti svo til okkar á fimmtudag og má segja að hún hafi ekki vikið frá systur sinni alla helgina. Sund og sólbað meðan veður leyfði, en á föstudag dró fyrir sólu og fór að kólna og snjómugga. Við Konni minn skelltum okkur út að borða á STRIKINU á föstudagskvöld og í leikhúsið á næstsíðustu sýningu á Fló á skinni.. mjög gaman... Á laugardag bættist svo Konni júníor í hópinn og svaf hjá okkur meðan mamma og pabbi fóru í bíó og eitthvað skemmtilegt.. Hann var ósköp góður litli kúturinn nema þegar hann átti að fara að sofa, en það tók fljótt af, enda var hann orðinn uppgefinn á okkur og systrum sínum og ekki má gleyma Perlu hundi sem hefur sofið meira og minna síðan á sunnudag, enda fékk hún engan frið þessa daga og var á stanslausum flótta undan börnunum.. Múhahaha..
Þær systur fóru í sunnudagaskólann og horfðu á brúðuleikhús.. Einar Áskell. Hörpu fannst mjög gaman en Ellen sagði þetta hafa verið aðeins og "barnalegt" fyrir sinn smekk..Hún er að stækka stelpan sú.
Harpa Hlín grét svo á heimleiðinni eftir að Ellen Helga stóra systir var farin í flugvélina á leið suður.. saknaði hennar svoooo mikið.
Freyja, Hörður og Lena komu svo að sunnan á sunnud. kvöld og skildist mér á þeim systrum að það hafi verið fjör.. bæði í Kringlunni og Smáralind.HEHE
Það voru þreytt, en ánægð amma og afi sem fóru snemma í bólið um kvöldið.
Það er ekki hægt að segja að það sé sumarlegt um að litast i firðinum fagra. Það snjóar og snjóar úti en ég segi samt...
GLEÐILEGT SUMAR.......
Athugasemdir
Gleðilegt sumar nafna og fj
Þetta hefur verið flott helgi hjá ykkur, skil vel að afi og amma hafi verið þeytt þegar skriðið uppundir
bestu kveðjur til ykkar
Sigga Dalvík (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 12:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.