Bandý upp á Krít

Og það snjóar og snjóar og snjóar ennþá.. Ég skil ekkert í þessu með veðurguðinn. Við hljótum að fá svakalega hlýtt og sólríkt sumar. En ég þori samt ekki að taka sénsinn svo ég er búin að bóka okkar hjónakornin í sólarferð til Krítar (með krítarkortinu hans Konna) nú í júní, svona til öryggis svo maður fái örugglega einhverja góða daga í sumar.. ójá ég er ekkert smá ánægð með kelluna að drífa í þessu. Konna mínum hlakkar ekkert smá til að komast í frí eftir erfiðan bræluvetur og er glaður með sína..Heart

Búin að vera skrítin vika, kóræfingar, slysófundir messa í gær og æfing í gærkvöldi. Bandýmótið framundan og ætla ég að mæta á pallana kl 10 í fyrramálið og fylgjast með. Var að spá í að vera í liði með ræktinni en því miður náðum við Gulla ekki 60 kílóum í bekkpressunni, það er of stutt síðan við byrjuðum að æfa.. erum bara komnar i 45 kg. og það dugði því miður ekki þar sem inntökuskilyrðið var 60 kíló... Gulla fær að fljóta með Samkaupsliðinu af því hún sefur hjá verlsunarstjóranum en ég verð að horfa á og láta mig dreyma.... um stóra bandýsigra..

En hvað um það. Við Gunnlaug erum semsagt að æfa eins og vitleysingar 4-5 sinnum í viku og er ég orðin gjörsamlega ónýt í skrokknum að reyna að halda í við hana, því hún er kolkreysí í lyftingunum. Nú er svo komið fyrir mér að hægri öxlin er algerlega ónýt, svo gjörsamlega að ég varð að hætta að reykja, get ekki lyft sígóinu upp að vörunum, og hef bara aldrei getað reykt með vinstri, er svo hægrisinnuð manneskja..Það eru margar jákvæðar hliðar á íþróttameiðslunum, eins og þetta með reykingarnar.. það er svo óhollt að reykja svo skítt með öxlina...

Neglingar í kvöld á puttum og tásum, svo bandý og stuð um helgina, ætla að borða mikið og gott og hreyfa mig í bland. Þarf að borða miklu meira og oftar síðan öxlin gaf sig.... og ég missti vinkonu mína hana Marlboro.

Megi allir komast óskaddaðir frá Bandýhelginni..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nafna já þetta með veðrið.......... gott hjá þér að skutla þér og þínum á Krít

Marlboro vinkoma þín það er nú gott að hún skuli vera farin. Mín Salem vinkona er á förum 

Bestu kveðjur í þinn fagra 

Sigga Dalvík (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 09:58

2 identicon

sæl, ég rak bestu vinkonu mína " bláu kaprí" í apríl 2000, og það var eiginlega bara frábært, en gott hjá þér að panta ferðina í júní, hérna í vestubæ er svartaþoka eins og er en vonandi fer að létta til og vora almennilega kv.Biddý

Biddý (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband