Allt rólegt...

Allt í rólegheitum í firðinum þessa dagana. Bandýmótið var alveg frábært, mikið stuð og gasalega flottir búningar. Alveg ótrúlegt hvað fólk verður frjótt í hugsun þegar kemur að bandybúningunum.

Annars er ég voða tóm þessa dagana, allir á sjó, og ég á æfingum, gönguferðum með hundinn og með Gullu í ræktinni. Það er alltaf nóg að gera.

Fékk skemmtilegt símtal á mánudag frá Simma frænda mínum í danaveldi. Hann upplýsti mig um að hann væri kominn með gráa firðringinn og hefði því keypt hund handa frúnni sinni og mótorhjól fyrir sig. Gott ef allir karlar tækju svona á þessum blessuðum fiðring, fengju sér hestöfl í klofið en slepptu því að yngja upp eiginkonuna eða fá sér viðhald... ójá..

Hófý mágkona missti mömmu sína á mánudag, og ætlum við Arnar fara suður í næstu viku með móður okkar til að vera við útförina.

Ég ætla ekki að segja Konna frá Simma og hjólinu, því minn maður ætlar að fá sér reiðhjól í þegar hann kemur heim og ætla ég ekki að koma neinum mótorhjólagrillum í hausinn á honum..

Þannig er það nú.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessuð ég er að spá hvernig næ ég á henni Freyju þinni ég ætla að fá hana til að sauma fyrir mig.

Ég veit ekki hvernig ég finn meilið hjá henni

         bestu kveðjur í þann fagra sigga
 

Sigga Dalvík (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 09:34

2 identicon

En skemmtilegt nafna mín. Hefurðu farið inn á síðuna hennar, linkur hér til hliðar . Þú getur haft samband við hana í gegnum hebaclothing@hotmail.com

Hún er ansi klár stelpan að hanna, og saumar ferlega flott og persónuleg föt, finnst mér og ekki er ég nú hlutdræg í því.. múhahaha. -Kveðja-

Sigga Guðm (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 09:53

3 identicon

Nafna það sem ég hef séð er geggjað og akkúrat fyrir minn smekk

takk ég hef samband við hana kv S.G 

Sigga Dalvík (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 11:02

4 identicon

Þú ert svo góður penni.....get alltaf hlegið þegar ég les bloggið þitt.

Þórgunnur mágkona (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband