Skrúfjárn á Hvítasunnu

Hvítasunnuhelgin leið í rólegheitum og sjóararnir mínir farnir aftur. Konni minn lagðist í flensu á sunnudagsmorgun, eftir að við Lena höfðum dobblað hann með okkur í sund. Lágum í heita pottinum þegar minn maður stóð allt í einum upp og sagðist vera farinn. Við komum honum heim í rúm og þar lá hann þar til í morgun  að hann skellti sér í vinnugallann og sagðist vera farinn!!! í vinnuna.

Lena fór í gær sem kokkur á Þórsnesið, held að það séu 9 karlar þar um borð. Pabbi hennar "lánaði" hana í tvo daga, svo ég er með gemsann við hendina ef hún þarf aðstoð en hún hefur ekki hringt enn. Veit að hún græjar matinn með stæl ofan í þá.

Ég eignaðist mitt fyrsta skrúfjárn á föstudaginn. Það er svona svart og rautt með haldi úr mjúku gúmmíi með gripi fyrir fingurna. Hef bara aldrei séð svona fallegt skrúfjárn áður. það er í tösku með fullt af litlum skrúfbitum, svo ég get skrúfað allar gerðir af skrúfum. stjörnu- kubba- rifu- skrúfur. það fer bæði afturábak og áfram.. Engin smá græja.

Málið er að í s.l. viku þurfti ég að losa skrúfu í naglaherberginu og fann ekkert passlegt skrúfjárn. skrúfan var ferköntuð, en ekkert svoleiðis járn fann ég.  Ég bölvaði manni mínum í sand og ösku fyrir að hafa notað svona skrúfu en ekki hinsegin og þegar hann kom svo í land fékk hann að heyra það óþvegið,  að allt væri í óreglu í skrúfu og skrúfjárnadeild heimilisins.. Skemmst frá því að segja að hann færði mér svo þessa skrúfjárnagjöf um kvöldið, mér til mikillar ánægju... Og við sættumst heilum sáttum við hjónin, hélt ég ..og bað Konna að fara niður í naglaherbergi og laga það sem þurfti, en hann sagðist ekki eiga neitt passlegt skrúfjárn, en hinsvegar ætti ég það og skyldi nú bara laga þetta sjálf... Sem og ég gerði .. á meðan hann horfði á  og leiddist ekkert.. Múhahaha..

Byrjaði svo hreinsunarstarf í garðinum í gær, enda af nógu að taka ... Bara gaman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvita lagaðir þú þetta sjálf það er gott að eiga verkfæri sjálfur ég á mína kisti og það þarf að vera mjög svo spes ef ég lána úr henni

Sigga Dalvík (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 10:26

2 identicon

Segggðu.. ég lána ALDREI nýja settið mitt. Það er á hreinu. Einu verkfærin sem ég átti tengdust garðinum, svo líklega verð ég að koma mér upp kistu..Kveðja úr sólinni í firðinum

Sigga Guðm (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband