16.5.2008 | 15:28
Afmælis og kórahelgi
Ég er alveg hætt að botna i hversu tíminn líður hratt. Komin helgi enn einu sinni. Afmæli hjá Halldóri Guðmunds frænda mínum í kvöld, en sá heiðursmaður er 75 ára. Blásið til veislu í Tjarnarborg og hlakka ég mikið til að eiga skemmtilega stund með ættingjum hans og vinum. Kóræfingar hefjast svo 9 í fyrramálið,svo ég reikna með að mæta bara á náttserknum, Það er náttúrulega bara óGuðlegt að byrja svona snemma á laugardegi.
Annetta kór - vinnufélagi og systir okkar Guðnýjar heldur svo upp á fertugsafmælið sitt með pomp og prakt á laugardagskvöldið og þar ætla ég auðvita að mæta með kórnum og vinnufélögum mínum, eta, drekka og vera glöð þar til kóræfingar hefjast aftur á sunnudagsmorgun. Við erum að æfa fyrir tónleika sem verða í byrjun júní og okkur veitir víst ekki af svona æfingahelgi, svo innst inni er ég bara fegin að veðurspáin er ekki betri en raun ber vitni, yrði vitlaus að hanga inni annars.
Konni litli júníor er enn lasinn, og afi hans kom heim í gær og ákvað að klára að liggja í rúminu og ná skítnum úr sér, hann er mjög erfiður sjúklingur karlinn. Lena kom í land í morgun af Þórsnesinu, stóð sig með snilld í kokkaríinu stelpan, og hældi áhöfnin henni á hvert reipi. (Já Freyja og Lena spurjið mig bara hvaða reipi ég sé að tala um).
Vera glöð í sinni, líta á björtu hliðarnar ... hafa gaman af því sem maður er að gera...Það er málið. Mánuður í sólina..
Góða helgi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.