Perla í sumarbúðir

Annasöm helgi að baki. Mikið skemmtilegt afmælið hjá Dóra frænda, góður matur skemmtiatriði og félagsskapur. við hjónin fengum okkur smá snúning áður en við fórum heim. kóræfingar helgarinnar gengu snuðrulaust fyrir sig og ég lærði alveg helling.

Á laugardag var svo veislan henna Annettu og hún var ekki síður skemmtileg. Góðar veitingar og mikið konfekt sem mér þótti æðislegt. Kórfélagar sungu 3 lög fyrir afmælisbarnið, meira að segja eitt á þýsku sem við vorum búina að æfa í laumi. Annetta var mjög hrifin og sagði framburðinn vera alveg eins og í heimahéraði hennar... hún er nú svo kurteis stelpan.

Um helgina var tekin sú ákvörðun að senda Perlu í sumarbúðir til Ellenar Helgu í höfuðstaðinn, en hana hefur lengi langað í hund og amma Sigga hefur viljað losna undan hundapössuninni svo þetta rímaði nokkuð vel saman. Það þurfti auðvita að sannfæra Lenu um að þetta væri bara tímabundið, þar til hún hefði meiri tíma sjálf, en hún er svo dugleg á sjónum og ætlar að róa í sumar, en stefnir á skóla í haust, svo hún hefur lítinn tíma í að vera hundamamma.

Lena og Perla

Perla var send í flugi suður í gær, og ég verð að viðurkenna að það var ekkert auðvelt að sjá á eftir henni vælandi í búrinu... Gáfum henni sjóveikispillu að dýralæknisráði, svo hún yrði rólegri og vissulega hefur það haft einhver áhrif. Ellen og Lóa tóku svo á móti dömunni í R-vík og var hún að braggast í morgun þegar ég heyrði í þeim. Harpa var mjjjööög sorgmædd þegar við yfirgáfum flugvöllinn í gær, og er farin að hlakka til þegar Ellen og Perla koma í heimsókn í sumar...

Kíkti aðeins í garðinn á sunnudag, og hreinsaði smá.. vantar bara aðeins meiri hita og sól til að ég gleymi mér í garðinum.. og tíma já, það er víst ekki mikið af honum aflögu þessa dagana.. konni og Lena á sjó.. og ég get gert það sem ég vil, þarf ekki að fara heim og hleypa hundinum út, eða labba með hann, ekkert að knúsast með hann á næstunni, enda ætla ég í ræktina í hádeginu, það hef ég ekki gert síðan í nóv. að Perla kom til okkar.

Gott að sinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

flott nýja lúkið hjá þér

Voða orkubolti ert þú ekki setið auðum hömdum þessa helgina

Bestu kveðjur í fagra

Sigga Dalvík (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 12:14

2 identicon

Hæ þad er aldeilis nóg ad gera hjá þér :) ef ég gæti sent þér sól og hita þá myndi ég gera þad heheh knús

Silla (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband