23.5.2008 | 11:11
Áfram ísland og MAn-Utd. bestir
Mikið var ég glöð í gærkvöldi þegar ljóst var að Eurobandið fengi að stíga á stokk á laugardag líka. Flott frammistaða þeirra skötuhjúa Regínu og Friðriks. Hef verið að skoða vefmiðla, enginn er að velta sér uppúr klæðnaði þeirra þetta árið. Bleik og svört.. mjög smart, og Frikki berhandleggjaður, tanaður, tannhvíttaður og vöðvastæltur. líklega búið að vera nóg að gera hjá honum að hrista af sér GAY-liðið í Serbíu. Fannst fyndið að lesa viðtal við kærasta hans sem þurft hefur að vera í felum, enda vænlegra að okkar maður sé á lausu.. TIL HAMINGJU ÍSLAND... ÁFRAM ÍSLAND Á MORGUN....
Annars sól í heiði og sinni. Komin á fullt í garðinum og Konni minn á fullt með veiðistöngina ef hann skreppur heim. Þau tóku helgarfrí á sjónum á miðvikudag og fimmtudag svo við áttum saman júróvisionkvöld í gær ásamt Sigga-fjölskyldu. voða gaman. Konni litli júníor er á fullu út um allan garð, alltaf að uppgötva eitthvað spennandi og sulla í mold og vatni. Mamma hans er farin að setja hann í "vinnugalla" áður en hann heimsækir ömmu og afa.
Veðurspáin lofar góðu fyrir helgina, sólböð, málnigarvinna og eitthvað skemmtilegt í bland. Kaffi á Terrasinum með tyggjói.. Veit ekki hvernig ég fíla að fá ekki kaffi og sígó úti í sumar, en það hefur verið uppáhaldið mitt.. Sitja úti - drekka kaffi - Reykja -- og spá í landsins gagn og nauðsynjar.. við Gulla æfingarfélagi minn höfum verið duglegar í hreyfingunni og ég hef ekki verið að bæta miklu mataræði utan á mig ennþá.. er mjög þakklát fyrir það. Kannske vegna þess að það er svo mikið að gera, engin tími til að liggja í ísskápnum. Framundan eru stífar kóræfingar, messa, jarðaför, tónleikar í Hornbrekku, Siglufirði, Ólafsfirði, Álfasala S'A'A, (Þetta árið verð ég nú að fá aðstoð, hef hreinlega ekki tíma til að ganga ein í öll húsin í firðinum sjómamannadagshelgina.) en allt hefst þetta á endanum, en ég hlakka mikið til 5. júní, þegar kórinn er komin í sumarfrí..
Ójá..
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.