Suðrænt veðurfar

Er alveg viss um að ég hef verið suður- efvrópubúi í fyrra lífi. Líður svo vel þegar sólin skín og hitin fer upp fyrir 10 gráður. Þessa dagana er veðrið að leika við okkur  og nýt ég þess í botnSmile

Setti inn nokkrar myndir úr skemmtilegu afmæli sem ég var í á föstudaginn um hádegi hjá Snjólaugu vinkonu minni.. Alltaf jafn gaman að koma til jógakerlunar.. Bauð okkur upp á mexíkanska súpu og meðlæti .. nammi namm.

Maí ´08 030Fattaði allt of seint að myndavélin var í töskunni, margar kerlur farnar til vinnu en við sem eftir urðum skemmtum okkur og dönsuðum villta indjánadansa við flaututónlist.. Bara gaman.Maí ´08 014

Heimsóttum Freyju á sunnudag, skelltum okkur í sólbað og Konni litli júníor var settur í sund í plastkassa og þar sat hann örugglega í klukkutíma með eina plastskál og dundaði við að sulla í vatninu. Ég hef verið að heimta pott á terrasinn hjá mér en hugsa nú alvarlega um að kaupa plastkassa í staðinn.. einn á mann.

Álfarnir komnir á staðinn og ætla Lena og Vala að sjá um að selja þá fyrir mig, mikið glöð yfir því, svo  elskurnar mínar.. upp með veskin Smile

Sól í sinni..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband