Perla á heimleið

Haldiði ekki að hún Perla litla, elsku hundurinn hennar Lenu sé ekki að koma heim úr sumarfríinu. Það varð heldur styttra en ég reiknaði með, Lóa reyndist vera með ofnæmi svo Ellen verður bara að vera hjá okkur í sumar og leika við hundinn. Lena er auðvita í hæstu hæðum af gleði, en mínar tilfinningar eru mjöög blendnar.  En viðurkenni fúslega að ég hlakka til að sjá gerpið..sem kemur á föstudagskvöld.

Tónleikar á Hornbrekku í kvöld, held að þetta sé dulbúin æfing hjá Ave að láta okkur syngja fyrir gamla fólkið og vissulega veitir okkur flestum ekki af æfingum,svo það er bara gott mál. 

Sjómannadagsball á Húsavík á laugardag og hér í firðinum  á sunnudag. Ég ætla að flytja ræðu dagsins í Tjarnarborg, það er annað hvort ég eða Sverrir Mansa, en hann gerðist rollubóndi í óbyggðum svo notast verður við mig þetta árið. Það er nú svo með okkur alkana.. sko mig og Sverrri að líklega erum við svo áreiðanleg.. alkarnir klikka ekki ef þeir taka eitthvað að sér, og lítil hætta á að maður verði orðin of fullur til að skanadalísera...  eða þannig. Nei við erum bara svo skemmtileg ... það er örugglega það.

Grillaði í fyrsta sinn þetta árið, en Konni minn þessi elska kom heim í helgarfrí og við drösluðum grillinu á  sinn stað.. mjög gott. Hann er svo farinn í veiði með stöngina maðurinn.. skil þetta ekki... nýkominn af sjónum og farinn aftur í veiði.. skil ekki þessa dellu en það er líka allt í lagi.. örugglega skemmtilegra að standa við fallega á, heldur en að slá lóðina.. t.d...

Álfasalan á fullu og gengur ágætlega hjá þeim Völu og Lenu í sölunni. 

Gott í bili


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

JÁ USS EKKI GAMAN AÐ VERA MEÐ KLÁÐA OG STÍFLAÐ NEF Í ALLT SUMAR :) EN ÉG Á SKO EFTIR AÐ SAKNA HENNAR ÞAÐ GET EG SAGT YKKUR .ALLTAF GAMAN ÞEGAR AÐ MAÐUR ER UPPÁHALDS HJÁ EINHVERJUM :)

KVAÐJA LÓA

Lóa (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 23:05

2 identicon

Nei þetta er agalegt á þér lóa mín. Það verður tekið vel á móti Perlu þegar hún kemur.. ég líka.. Kv- Sigga

sigga Guðm (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 10:15

3 identicon

ja hérna stutt sumarfrí þad ,, en skiljanlegt :) þú átt aldeilis eftir ad slá í gegn med ræduna þad efast ég ekki um enda eins og þú segir ekki ordin skrallanadi þegar ad rædu kemur :),, heldur bara fin og flott :),, enda ertu  aldeilis buin ad standa þig vel í þessu öllu þad máttu eiga :) gangi þér vel í ræduhöldunum Sigga min sjáumst svo á pallinum í DK þegar flugvélin sem þú pantar í ratar til DK hehe en hun virdist alltaf fara eitthvad annad alveg óskiljanlegt hehe knús knús

Silla (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband