12.6.2008 | 11:35
Krít skelfur
Sjitturinn.. Er maður nú ekki á leið á jarðskjálftasvæði á Krít. spurning hvort maður eigi ekki að sleppa Krít og fara í Hveragerði í staðinn??? Við verðum bara á ströndinni og sofum þar í svefnpokum við Konni minnn..Nei annars..
Nei, það er ekki hættan á því, fyrst ég fór upp í fjögurra metra stigann í gærkvöldi til að mála upp við þakskegg á húsinu okkar og komst lifandi niður, búin að mála á hættusvæðinu, hræðir mig ekkert.. hvorki jarðskjálftar né eldgos. Bara ef ég þarf ekki að fara svo hátt upp á næstunni. Konni bað mig að taka lokið af pottinum áður en ég hæfist handa svo ef ég dytti, myndi ég ef heppnin væri með mér lenda í pottinum fullum af vatni. En það kom ekki til.
Annars bara hress og kát í góða veðrinu, mála áfram í dag svo ég geti nú farið að gera fínt á veröndinni, blóm í pottana og bara huggulegheit. Vala og börn farin suður í frí, ætla á tónleika James Blunt í kvöld ásamt Freyju og Herði svo það verður líklega ekki leiðinlegt.
Nóg um skjálfta í bili.
Fundu ekki fyrir skjálftanum" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Rétt hjá þér þad þýdir ekkert ad hrædast jardskjálfta ,, bara njóta ferdarinnar :) mikid ertu dugleg ad mála þakskeggid aldrei myndi þora svona hátt upp hehe knús knús
silla DK (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 18:27
Hér skelfur ekkert nema EM... seinni partinn á daginn. Strondin fyrri partinn og svo boltinn. ekki erum vìd mikid í djamminu En una helado por favor er mikid notad. Vonandi skelfur ekki mikid undir ykkur Konna á Krít og eigid virkilega góda viku.. kossar og knús frá Torremolinos
Storfraenkan og Sjoarinn (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 21:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.