17.7.2008 | 11:28
Fjölgun!
Sólin skín á þessum fína degi.
Í gær 16. júlí, stækkaði stórfjölskyldan þegar Guðmundur Fannar og Bjarkey eignuðust son, og Járnbrá litla Karítas bróðir. Litli prinsinn var 14 merkur og kringum 50 sentimetrana. Þar sem mikið er um afmæli í júlí í fjölskyldunni er skemmtilegt að sá stutti á sinn afmælisdag í friði fyrir okkur hinum "júlí-önunum"(Nýyrði yfir þá sem fæddir eru í júlímánuði). Innilegar hamingjuóskir
Og þar sem ég er komin í íslenskudeildina og vinn við yfirlestur á ástkæra ylhýra, læt innsláttarvillur pirra mig þegar ég rekst á þær nánast á hverjum degi á opinberum vefmiðlum, bókum og blöðum, varð mér stórkostlega fótaskortur á tungunni í gær er frænkur mínar yndislegar, Jónína og Magga Rósu kíktu á vinnustaðinn minn á göngu sinni um bæinn. Þá sagði ég við Möggu: já eru þið í bústaðnum Jónínar????????? Jónínar.. Já Sæll.. svona geta nú ambögurnar dottið útúr manni, en skemmst frá því að segja að ég hugsaði ekki um annað í allan gærdag, hvernig stæði á þessu bulli í mér en hef ekki fengið svar við því.
Þarf ekki að hugsa meira um þetta fyrst ég er búin að segja þetta upphátt á blogginu..
Gott
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.