29.7.2008 | 10:17
Frí í fnyk..
Hún á afmæli í dag hún Þórgunnur mágkona..
Hjartans hamingjuóskir til þín mín kæra
Annars alveg frábært að vera í sumarfríi, veðrið eins og best verður á kosið 18-20 stiga hiti og blessuð sólin meira og minna á lofti.
Þetta væri bara fullkomið ef ekki væri eitt.................Helvítis ýldufýlan sem leggur yfir bæinn dag og nótt og magnast svo á kvöldin þegar stafalognið er úti og skríður inn um svefnherbergisgluggann minn.. Þetta er gjörsamlega óþolandi ástand... Bæjarbúar hafa verið svo þolinmóðir .. það er verið að setja upp hreinsunarbúnað... en virðist ganga heldur hægt. Nokkur ár síðan menn byrjuðu að paufast við það.. löngu áður en byrjað var að bora í fjöllin til Siglufjarðar, en það verk styttist nú óðum þrátt fyrir ýmis vandkvæði sem þar hafa komið upp.
Á ég að trúa því að það taki lengri tíma að seja upp einn skitin hreinsibúnað svo við getum dregið andan djúpt hér í firðinum , heldur en að bora til Héðinsfjarðar og svo til Sigló.. Bara trúi ekki að menn fari ekki að andsk.. til að bretta upp ermar og klára þetta dæmi almennilega.
Hef heyrt að fólk sé í stórum stíl að kvarta og kæra, vona að satt sé og það hafi einhver áhrif. Hvar er heilbrigðiseftirlitið!! Kenni í brjóst um starfsfólk Samkaup/Úrval sem þurfa að þola þetta alla daga í vinnuni. pælið í hvað er gaman að kaupa í matinn í ýldulyktinni.. Veit að ég þarf ekki að segja neinum neitt um það, þetta hefur ekki farið framhjá neinum manni hér í bæ.
Þolinmæði mín er allavega á þrotum. Ég ætla nú samt ekki að láta þetta eyðileggja fyrir mér sumarfríið, Verð líklega að fara eitthvað úr bænum.
Veit einhver hvað er annars að frétta af þessum skítamálum!!
Góðar stundir með nefklemmu..
Athugasemdir
Takk fyrir mig, kæra mágkona og já fýlan......ég hélt ég myndi kafna INNI Í ÚRVAL í gær og þar var aðkomukona á undan mér í röðinni og hún átti ekki til aukatekið orð
Þórgunnur R Vigfúsdóttir, 30.7.2008 kl. 12:12
Sæl Sigga! Alveg er ég innilega sammála þér - þetta gengur ekki lengur. Við hjónin ætluðum að njóta okkar við garðvinnu í blíðunni í gær en lyktin var slík að ég þoldi ekki við. Annars hef ég ekki fundið fyrir þessum viðbjóði hérna í Hrannarbyggð áður - hann tekur bara alltaf svo skemmtilega á móti manni þegar maður er að fara að kaupa í matinn...aarrg! Skil vel að þið þarna útfrá séuð alveg búin að fá nóg.
Takk annars fyrir góða síðu og njótum okkar í sumarfríinu
Gulla (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 19:56
hæ hæ
það er svo langt síðan ég kíkti hérna inn, en alltaf jafn gaman og greinilega nóg að gera hjá ykkur... En allavega, ég fer að kíkja í heimsókn bráðum, er farin að sakna pottsins,... og auðvitað ykkar líka
kv.Freyja litla
Freyja (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 20:53
Takk fyrir kommentin dömur mínar. Alveg satt að við bæjarbúar þurfum að verða háværari vegna fýlunnar, fúlt að heyra að hún hafi komið við í Hrannarbyggðinni, annars höfum við verið heppin hér á Hlíðarveginum með vindátt, þar til nú. Skemmtilegt fyrir aðkomufólk að lenda í fýlunni, fjandi góð auglýsing fyrir okkar annars ágæta bæ.
Hlakka til að henda þér í pottinn Freyja mín, enn meira hlakka ég til að fara í Sjallan á sunnudag í nýja kjólnum sem þú saumaðir á mig. Verð bara FLOTTUST.. Kv- sigga
Sigga Guðm (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 23:50
Blessuð Sigga (skólasystir Gísla)
Já við verðum að fara að gera eitthvað í þessum fýlumálum og hafa þetta alveg upp í búðinni
En annars góð síða hjá þér............kv Ragga
Ragga (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.