9.9.2008 | 11:34
Bláber og rjómi.ummm
Konni minn kom í langt helgarfrí og nýttum við það vel. Máluðuðm norðurhliðina á húsinu svo nú er bara ein hlið eftir og vonandi viðrar vel áfram svo við náum að fara hringinn fyrir veturinn. Ég var svo ánægð með lúkkið að ég dró fram sláttuvélina strax eftir síðastu rúllustrokuna og ákvað að til að fullkomna verkið yrði að slá grasið. Konni náði að stöðva mig áður en ég gat farið að blása nýslegnu grasinu upp á nýmálaða veggina og er ég honum afar þakklát fyrir það. Gat setið á mér á meðan málningin þornaði almennilega og sá þá hversu heppin ég var þegar ég var að bursta grasið af veggjunum eftir á ... afar varlega. Það hefði ekki gengið þrautarlaust ef veggirnir hefðu verið blautir. Kallast þetta ekki hvatvísi?? .. held það.
Skelltum okkur svo í berjamó á sunnudag, fram á Skeggjabrekkudal og tókum að sjálfsögðu hundinn með svo hún Perla fengi að njóta sín og hlaupa um í náttúrunni. Tveir alsaklausir ferðamenn voru á göngu í dalnum og fannst Perlu það mikil ósvífni og gelti eins og vitleysingur á þá svo Konni henti henni inn í bíl svona rétt á meðan þeir fóru framhjá okkur. Þannig átti það allavega að vera en það vildi ekki betur til en hundskömmin sem var nú ekki sátt við þetta steig á samlæsingartakkan í bílnum og læsti sig og lyklana inni, en okkur úti. Urðum við að hringja í Völu sem fór heim og sótti aukalykla, kom og bjargaði deginum. Ég ætlaði samt ekki að þora að spyrja konna hvort gemsinn væri í bílnum, eða í vasanum hjá honum, sem betur fór var hann með hann á sér. Það var nú frekar fyndið að fylgjast með Konna hlaupa fram og aftur í kringum bílinn, að reyna fá hundinn til að stíga aftur á takkann en það gekk ekkert.
Lena kom í helgarheimsókn að austan og Freyja frá Ak. Gaman að hafa þær systur á laugardag og Völu, Hörpu og Konna, fórum í pottinn og borðuðum góðan mat. Lena setti strýpur í hár systur sinnar og í Völu að þeirra beiðni. Ég reyndi nú að benda Freyju á að Lena væri nú bara búin að vera tvær vikur í skólanum og kynni nú kannske ekki allt.. sem kom á daginn... systir var ekki veinandi af ánægju á eftir... Múhahahaha..en ég hló og hló og hló....
Ég segi það og skrifa, að eins og það er nú frábærlega gaman að fá fjölskylduna í heimsókn og eiga með þeim gæðastundir, er líka bara gott að leggja sig og hlusta á þögnina þegar allir eru farnir aftur og njóta rólegheitanna.
Það fannst okkur Konna mínum á sunnudaginn.
Ójá.
Ójá.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.