16.9.2008 | 14:55
Hláturinn lengir lífið
Þetta er í þriðja sinn sem ég reyni að blogga um Vestmannaeyjaferðina s.l. helgi. Hef fengið svaðalegt hláturskast og lokað blogginu aftur. Ætla að reyna núna..
Í stuttu máli byrjaði ég að hlæja á leiðinni suður á fimmtudag og ekkert lát var á fyrr en á mánudag, er ég skellti mér í ræktina og talaði svo mikið að ég flaug af hlaupabrettinu og slengdi öllum mínum löngu skönkum hingað og þangað í tæki og tól í grenndinni. Uppskar bólgur og mar vítt og breytt um skrokkinn og ég get fullvissað hvern sem er um að ég mæli ekki með svona flugferð, kannske allt í lagi með flugferðina en lendingin getur aldrei verið góð.
Ég veit ekki hvað gerðist með okkur stöllur þarna í eyjum en kannske er það bara þegar fjórar ofurhressar konur lenda saman í hóp að fjandinn verður laus. Hann slapp allavega út í ferðinni og við létum eins og asnar í 3 daga samfellt, tókum okkur taki rétt á meðan fyrirlestrar og hópavinna var í gangi og skiluðum okkar 100% á þinginu. Það var migið á sig, múnað, afklæðst á opinberum stöðum, galað og gólað sumir villtust og aðrir týndust, sama hvar við vorum staddar.. alltaf lágum við í hlátursköstum. Það sem er eiginlega verra er að til eru myndir í hundraðatali af okkur í hinum ýsmu köstum, og erum við vissar að ef félagskonur sjá þær, verðum við í besta falli reknar úr félaginu með skömm.
Ég er viss um að ég hef aldrei hlegið eins mikið og eins lengi um ævina. Segir ekki máltækið að hláturinn lengi lífið... Svo það er enn von að ég komist í 100 ára afmæli Ólu vinkonu sem er farin að bjóða Ingimundarleggnum í afmælið (þau eru svo langlíf) en ekki mér, segir að ég verði löngu dauð..
Þvílík áskorun að vera með Öldu Jóns og Björgu Trausta heila helgi og ekki nóg með að vegna mikillar þáttöku í þessu kvennaþingi Landsbjargar voru tvö rimlarúm sett inn í herbergi okkar Ólafar og máttum við sitja uppi með þær á nóttunni líka.
Svo ekki var mikill svefnfriðurinn. Ólöf reyndi að lesa fyrir okkur fyrir svefninn en það gerði bara illt verra.. Set kannske nokkrar myndir inn af ósköpunum fljótlega.
Elsku stelpur Ólöf, Björg og Alda .. takk fyrir frábæra helgi.. þið eruð klikkaðar.
slysavarnamálin koma seinna.
Athugasemdir
ja guð minn góður ef ég er ekki rugluð !!! en ég pissa nú ekki á mig í vinnuni he he!! en þetta átti að fara inn á þetta en ekki færsluna fyrir neðan
Björg (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 21:30
Öldu piss!!! eru að meina Öldu afleggjara? Ég trúi ekki enn að hún hafi gleymt að nota innlegg í vinnunni á mánudag. Kv- Sigga
Sigga Guðm (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 08:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.