Bloggkreppa

Ótrúlega löt þessa dagana að koma hér inn. Kannske ástæðan að leiðindafréttirnar sem dynja yfir okkur daginn inn og daginn út eru farnar að hafa áhrif á sálartetrið. Nei fjandinn fjarri mér að ég leyfi mér að detta ofan í forarpytt þunglyndis og leiðinda. Skellti mér á AA fund í gærkvöldi og það var frábært eins og alltaf.

Freyja er að koma í heimsókn til okkar á eftir og ekki síst að heimsækja Völu og krakkana í nýja húsið sem þau fluttu í um síðustu helgi. (Sig. Óli er á sjó, annars væri hún að heimsækja hann líka).

Konni minn er í fríi og skellti sér á rjúpnaveiðar í gær og aftur í dag. Gaman að hann skuli nú hafa tækifæri til að gera það sem honum finnst svo skemmtilegt, þ.e.a.s. eiga frídaga líka í góðu veðri en ekki eingöngu þegar er bræla.

Lenu gengur vel í skólanum, og ég veit fyrir víst að svo er, við hjónakornin erum í góðu sambandi við skólastjórann hennar..

Stefnan svo sett á Brekkugötu 23 á sunnudag, ég, Hófý og Þórgunnur mágkonur mínar ætlum að taka til hendinni hjá mömmu og fara í smá jólahreingerningar. Það verður nú bara skemmtilegt..

Það er nú svo.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ já ég skil ad þad koma móment sem fólk einhvern veginn dettur nidur hvad þá á þessum tímum :( en gott hjá þér ad fara á fundi og svona :) kanski vid sjáumst bara þegar vid simmi komum á klakann þad yrði gaman enda ertu alltaf svo hress kella :) knús knús

Silla DK (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband