Tískusýning Freyju

web-augl-showÞetta er auglýsing frá Freyju minni og Gísla Dúa ljósmyndara sem eru að undirbúa stórsýningu í Ketilhúsinu 20. nóv. n.k. Fatnaður sem Freyja hefur verið að hanna og sauma í haust verður sýndur, og fleiri flíkur sem verða til sölu á staðnum.

Þau hafa farið vítt og breytt um norðurland með módelin í myndatökur og verður afraksturinn af því einnig til sýnis, enda Gísli mikill listamaður í ljósmyndun svo sjón er sögu ríkari.

Gott tækifæri fyrir vinkonur og saumaklúbba að skella sér á Akureyri og sjá fallega hönnun og kannske kaupa sér jólakjólinn.. Hver veit.. Fullt af fólki kemur að þessu dæmi, módelin, hár- og förðunarlið, ljósa- og hljóðmenn og ég veit ekki hvað og hvað.

svo ætla mamman og Gulla frænka að gera eitthvað gott í gogginn, (finnst orðið svo dónalegt og gróft að segja gott í kroppinn, vegna Dagvaktarinnar) og elskulegu ættingjar okkar í Bruggsmiðjunni KALDA munu sjá um að hægt verði að skola því niður.

Semsagt glæsileg kvöldstund í Ketilhúsinu sem kostar ekkert nema bros og knús.

Lena ætlar að koma að austan til að taka þátt í fjörinu, hún og Vala ætla að taka þátt í tískusýniningunni, en við Gulla erum víst orðnar of gamlar svo við gerum bara það sem við erum bestar í .. að baka og svoleiðis skemmtilegheit..

Endilega látið sjá ykkur sem flest.Smile

'Eg er SVO stolt af stelpunniGrin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta á bara eftir að verða glæsilegt hjá ykkur og þú mátt svo sannarlega vera stolt af stelpunni þinni! Hlakka mikið til að vera með ykkur í Ketilhúsinu!

Ólöf vinkona

Ólöf vinkona (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 13:02

2 identicon

Glæsileg sýning.

Hér er fullt af myndum frá sýningunni.

http://www.flickr.com/photos/magnussveinsson/sets/72157609656962796/detail/

Magnús A. Sveinsson (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 01:25

3 identicon

Glæsileg sýning.

Hér er fullt af myndum frá sýningunni.

www.flickr.com/photos/magnussveinsson/sets/72157609656962796/detail//

Magnús A. Sveinsson (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband