17.11.2008 | 11:39
Leirlistasýning Hófýar
Skemmtileg helgi að baki. Fjölskyldan var við opnun Hófýar mágkonu á leirlistasýningu hennar. "þegar rökkva tekur" á laugardaginn í listhúsinu. Vægt til orða er þetta afskplega falleg sýning og gaman að sjá þróunina hjá henni. Mig langaði í allt sem hún var að sýna. Endilega að drífa sig þið sem ekki eruð búin að sjá sýninguna. Guðný vinnuvinkona mín hafði með sér myndavélina og er búin að setja myndir inn á sína síðu. (Sjá link hér vinstra megin fyrir neðan).
Til hamingju Hófý með flottu sýninguna þína
Freyja mætti í fjörðinn til að vera viðstödd opnunina og hafði með sér sautján kjóla, og skildi eftir hjá mömmu sem straujaði og setti tölur í um helgina. Ég var skíthrædd allan tíman um að skemma eitthvað því ég get verið svoddan brussa á stundum en þetta slapp fyrir horn og allir kjólarnir eru heilir og geðveikt flottir. Ef ég væri nokkrum árum yngri hefði ég reynt að troða mér í þá alla. Eins gott að Lena er ekki heima. Hún hefði tapað sér í mátun og heimtað að fá svona, og svona og svona.. Fer svo á Ak með herlegheitin eftir hádegi og reyni að aðstoða stelpuna í dag ef hún hefur eitthvað handa mér að gera.
Á morgun ætlar svo N4- Ak. sjónvarpið að heimsækja hana og vonandi verður það sent út á miðvikudaginn.
Svo það er bara nóg að gera og voða gaman.
Gott í bili
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.