21.11.2008 | 15:32
Flottasta tískusýning á Íslandi...
Tískusýning Freyju að baki, og tókst alveg frábærlega vel. Ég á eiginlega ekki orð til að lýsa hversu flott þetta var. Það small allt saman, módelin, lýsingin, músikin og gekk mjög fagmannlega og smurt, enda Freyja búin að skipuleggja allt út í ystu æsar og með frábært fólk allstaðar. Fötin voru svo auðvita alveg svakalega flott, um 40 innkomur í allt. Þórgunnur mákona kynnti og hélt smá tölu um Freyju og Gísla og gerði það afskaplega vel eins og henni er lagið.
Um 300 manns voru samakomin og Ketilhúsið nánast fullt af fólki, sem ekki hélt vatni yfir fatalínunni og klappaði og gólaði þega Freyjan mín kom svo fram í lokin alveg gáttuð á móttökunum og þessu öllu saman, eins og hún sagði við mig seinna: ég var eiginlega hissa á hvað þetta var flott sýning mamma!! Satt að segja var þetta svo professional að manni fannst maður vera á stórsýningu í ´"útlöndum". Ljósmyndarar úti um allt og ég hlakka til að sjá myndirnar hjá Sigurði Óla, Magga og Guðnýju á næstu dögum, og svo hinum sem ég þekki ekki. Stelpurnar voru líka eins og þær hefðu aldrei gert neitt annað en að ganga á sviði og "pósa". Glæsilegt...
Var eitthvað smá problem á nýju heimasíðunni í gærkvöldi en nú er hún í lagi og hægt að skoða fatalínuna nýju og eldra stöff. http://www.hebaclothing.com/
Gaman að sjá hversu margir komu að þessu og gerðu þetta mögulegt, eins og Freyja sagði við mig í nótt: mamma ég hefði aldrei getað þetta ef ég ætti ekki svona mikið að góðu fólki í kringum mig, sem allir voru tilbúnir að leggja hönd á og er hún MJÖG þakklát. Bjórinn kaldi rann svo ljúflega í þá sem vildu (Þó svo að Óli Þröstur KALDAstjóri læstist í lyftunni og þyrfti að dúsa þar í þónokkurn tíma)og ekki má nú gleyma marsipankökunum sem við Gulla lögðum okkur í stórhættu við að baka....hehehe. Konni minn súkkulaðihúðaði 500 jarðaber á metttíma og amma og afi á sandinum mættu með 300 ostapinna frekar en ekkert. ALLIR .... TAKK TAKK TAKK
Ljósmyndasýningin var algjör snilld og Gísli Dúa snillingur.
Til hamingju enn og aftur stelpan mín
Stolta mamman
Athugasemdir
Elsku Sigga vinkonufrænka mín.... ENN og aftur: Til hamingju með Freydísi Hebu ... og auðvitað Konni minn til hamingju líka Þetta var alveg frábært kvöld,,,, fötin hennar Freyju svo rosalega flott...og módelin svo töff, bara eins og þær hefðu aldrei gert neitt annað.
OG ég get sagt þér það, svona í trúnaði, að mig langaði í næstum alla kjólana!! ... og er búin að ákveða að bjóða Sjóaranum á rúntinn til AK.. og fara með hann beint til Freyju... Þar getur hann keypt gjafakort.... handa mér..
Meðlætið ykkar Gullu var hrein dásemd eins og ostapinnarnir og jarðarberin himnesk!!
Og ljósmyndasýningin hans Gísla var hrikalega flott"!
VÁá hvað þetta var æðislegt kvöld!!
Freyja mín: Til hamingju enn og aftur, vá hvað þú ert æðislegur hönnuður!
STórfrænkan (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 16:51
Verð að taka undir með þér! Þetta var sko flottasta tískusýning á Íslandi. Ótrúlega flott allt saman og gaman að vera þarna. Freyja á örugglega eftir að slá í gegn með þessari flottu vetrarlínu sinni. Hef frétt af fólki fyir sunnan sem finnst þetta alveg geðveikt flott síða hjá henni og gott ef einhver er ekki að koma að sunnan til að skoða hjá henni. Gaman af þessu!
Segi bara til hamingju með stelpuna þína, veit hvað þú ert stolt af henni og þú mátt líka vera það!
Ólöf vinkona
Olaga (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 12:34
Takk fyrir elskurnar mínar. Gaman hvað sýningin hefur vakið mikla athygli og veit að Freyja mun reyna að uppfylla allar pantanir og gera sitt besta til að allir fái jólakjólinn sem vilja.
Sigga Guðm (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 08:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.