26.11.2008 | 11:54
Skemmtilegur...
Ef mig langar að hlæja og kinka kolli þessa dagana, les ég blogg Sverris Stormskers. Ef þú ert niðurdreginn þá lestu bloggið hans. Þvílíki rímnasnillingurinn sem hann er og þó maður sé ekki alltaf sammála þá kemst hann svo skemmtilega að orði að það er ekki hægt annað en að brosa og hlæja.
Áttum góða helgi fjölskyldan, krakkarnir voru öll hjá okkur á laugardaginn og auðvita var etið og pottast. Lena og Hafþór fóru svo austur á sunnudag og Freyja á Ak, karlarnir á sjó og ég á kóræfingu sem stóð frá 10 um morguninn til 16.30. Það er tekið vel á því þessa dagana enda aðventutónleikar okkar 7. des svo það er eins gott að standa sig á æfingunum.
Setti jólaseríur í tvo glugga í gær og vonandi mun Konni halda áfram næstu daga svo ljós verði komin í hvern glugga á sunnudaginn. Æðislegt hvað allir eru farnir að kveikja jólaljósin snemma eða um það leyti sem aðventan hefst.Hér áður var helst ekki skreytt fyrr en 3-4 dögum fyrir jól og allt gert á síðustu stundu. Ég bakaði nokkrar smákökur á laugardaginn sem við munum narta í næstu vikurnar og gerði laufabrauð án mömmu í fyrsta skipti á ævinni. Fannst komin tími til að sýna smá sjálfstæði við laufabrauðsgerðina og athuga hvort ég gæti yfir höfuð gert það. (Sko laufabrauðið) Það tókst svona glimrandi vel..
Jólafundur Slysavarnardeildarinnar er á sunnudaginn og um að gera fyrir allar félagskonur að koma og eiga notalega stund, borða hangikjöt, skiptast á gjöfum, hlusta á fallega tónlist og jólasögur.
Verum góð...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.