28.1.2009 | 11:20
ójá
jæja nú er allt á fullu hjá samfylkingu og vG í myndun nýrrar ríkisstjórnar. Vona að þau lendi þessu fljótlega, svo landið verði ekki stjórnlaust lengi. Á samt alveg eins von á að þeim takist það ekki þar sem þau eru að eyða púðri í að rífast um hvenær eigi að kjósa.. mars eða maí. Ef ekkert er meira aðkallandi hjá þeim og þau komin á kaf í kosningabaráttu, þá er ekki von á góðu.
Lena Margrét kemur norður í kvöld og verður fram yfir helgi. Smá frí í skólanum og hlakka ég mikið til að eyða nokkrum dögum með stelpunni sem ég hef ekki séð síðan í "fyrra" þar sem hún fór austur fyrir áramót.
Mér skilst að þær systur ætli að skella sér á gönguskíði í Íslandsgönguna á Akureyri um helgina og verður mamma þá ekki langt undan með kúabjölluna að hvetja þær til dáða. Bara gaman fyrir mig, en ég er ekki eins viss um að þeim finnist eins gaman að hafa mig gargandi með bjölluna á eftir þeim.. kemur í ljós.
Opið hús hjá okkur slysavarnarkonum í kvöld og skemmtilegheit, nudd, bollalestur, spáð í litaborða, Herbalife- kynning og margt fleira. Erum að hvetja nýjar konur til að mæta og ganga til liðs við okkur, svo endilega allir að mæta.
ójá....
Athugasemdir
Hæ Sigga alltaf gaman þegar krakkarnir koma í kotid til manns :) vona ad þú eigir frábæra helgi med stelpunni ,, ég væri nu alveg til ad mæta hja ykkur slysavarnakonum fá nudd og svona heheh hafdu þad gott bydjum ad heilsa hédan úr Danaveldi :)
Silla DK (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 17:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.