6.2.2009 | 13:51
Uppeldi
ég fékk góðfúslega ábendingu frá vinkonu minni um að ég væri ekki að sinna blogginu sem skyldi. Er þetta í annað sinn sem ég fæ gula spjaldið frá henni. Satt að segja er ég komin á fésbókina og þar með dalaði bloggið. En vissulega ætla ég að halda þessari síðu út áfram..
Annars bara gott að frétta úr firðinum fagra. Veðrið er SVO fallegt að maður helst vart inni við. Sólin skín og allt svo skjannahvítt og fallegt.
Lena fór austur á þriðjudaginn, en Perla varð eftir hjá "ömmu og afa" okkur til miklillar gleði..hm..hm.. Lena sagði að hún nennti ekki að byrja að ala hundinn á hundasiðum upp á nýtt eftir hverja heimsókn til okkar þar sem við eyðilegðum alltaf uppeldið fyrir henni með því að hundsa allar reglur sem hún setur dýrinu, og leyfum henni að haga sér eins og maður en ekki hundur. Ég held því reyndar fram að Perla viti ekki að hún er hundur, hún heldur að hún sé manneskja.
Harpa Hlín sá þetta líka og sagði við foreldra sína að Lena kynni ekki að ala upp hund, og bætti við að þau (Siggi og Vala) kynnu ekki að ala upp strák og átti þá við bróður sinn hann Konna Þór litla sem hún sagði að væri stundum alveg kolvitlaus.. og var þvílíkt hneyksluð á þessu...
Fór í vesturbæinn í gær á listsýningu Fjallabyggðar, en við í menningarnefnd fengum Siggu Gunnars listfræðing til að fara yfir verk í eigu sveitarfélagsins og setti hún upp sýningu með 20 verkum. Hún gekk síðan með hópinn og kynnti verkin og listamennina sem voru ekki af verri endanum, Kjarvarl, Þorlák, Stefán Davíðs, Erró, Nínu Tryggva, ofl. of.l. Fræðandi og skemmtilegt.
ójá
Athugasemdir
hahha.. Harpa Hlín er alveg með þetta á hreinu...hihihih. En takk kærlega fyrir mig um helgina, sjáumst
Freydís Heba (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 15:54
Takk sömuleiðis fyrir að koma og hengslast með gamla settinu um helgina.kv-mamma
sigga Guðm (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 10:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.