Vöknuð!!

Er mjög stolt af því að hafa munað aðgangsorðið inn á bloggið mitt þar sem ég hef ekki skrifað færslu síðan 17. apríl. Virðist ekki getað verið bæði á fésinu og hér en ætla að reyna að bæta mig fyrir sjálfa mig því ég hef notað bloggið til að rifja upp liðna atburði, þar sem ég er svo gleymin er gott að hafa þessa " dagbók".

Annars allt gott af okkur að segja, sumarið komið norður og við hjónakorn á leið í sumarfrí, Konni að vísu viku á undan mér, en það er nú með ráðum gert hjá mér svo hann verði búinn að gera allt það leiðinlega í garðinum þegar mitt frí hefst.. Annars er svo sem ekkert leiðinlegt um að vera í garðinum okkar, bara stuð.

Ættarmót ósbrekkuættar um helgina og nóg að gera í undirbúningi hjá okkur í nefndinni, t.d. hittingur hjá okkur á Ak. í dag, hlakka til að sjá ættingjana og eyða með þeim helginni.

Ólétturnar mínar Freyja og Lena eru hressar og kátar, og fullar tilhlökkunar að verða mömmur. Þær ætla báðar að mæta á ættarmótið og Sig. Óli auðvita líka og barnabörnin svo það verður bara fjör.

Gott í bili 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband