29.6.2009 | 09:58
Sumarfrí í sjónmáli:)
Góð helgi á enda. Ættarmót ósbrekkuættar tókst vel og mættu um 160-170 manns. veðrið var ágætt, en sólarlítið vegna þoku sem náði alveg inn í Svarfaðardal. Allir fóru glaðir heim í gær. Mér líður eins og ég hafi lent undir valtara, er búin að vera þvílíkt á þönum alla helgina..
Nú er Konni minn kominn í frí og get ég varla beðið eftir að fara sjálf í sumarfrí, bara 4 dagar eftir. Er ákveðin í að fyrstu dagarnir fara eingöngu í afslöppun og rólegheit, ég þarf að hlaða rafhlöðurnar og mun nota fríið til þess meðal annars.
Erum að fara í bústað á Laugarvatni á föstudag, líklega bara tvö hjónakornin. Ellen Helga og Orri eru hjá okkur núna og verða fram að helgi.. endalaust gaman hjá þeim og auðvita okkur líka, eru að veiða og vesenast eitthvað allan daginn. Harpa og Konni koma svo reglulega og leika með.
Búið að vera mikið að gera hjá mér undanfarna 3 mánuði og endalaust eitthvað sem ég hef þurft að hugsa um, mæta á hina og þessa staði, æfingar og hitt og þetta. Er búin að bíða eftir þessum mánudegi nokkuð lengi, að þurfa ekkert að hugsa, gera, eða neitt, semsagt búin með öll verkefni.. bara að tjilla og gera allt.. eða ekkert...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.