20.10.2009 | 14:01
Upprifjun
Við erum nú löngu komin úr sumarfríi, enda komin október. Freyja og Lena eignuðust drengina sína 12 og 14 ágúst, fyrst sú eldri síðan hin:)
Konni minn varð svo fimmtugur 18 ágúst og var auðvita haldið upp á afmæli hans með pompi og prakt..
Litlu prinsarnir voru svo skírðir á sunnudaginn, á afmælisdag langafa síns, en pabbi hefði orðið 80 ára þann 18 okt og kom Jóna Lísa frænkuprestur sérstaklega til okkar til að skíra þá. Þeir fengu nöfnin Arnar Helgi (Freyju) og Valgeir Elís (Lenu). Feyjusonur í höfuðið á Arnari bróður og pabba Harðar, en Lenusonur í höfuðið á föðurafa sínum og Elísarnafnið á vinur þeirra sem hélt á honum undir skírn.
Lífið hjá syni mínum hefur ekki gengið eins vel og hjá systrunum að undanförnu og er hann nú á spítala eftir bílveltu í Múlanum, þar sem hann slapp með skrekkinn, ekki í fyrsta skipti sem einhverjir halda verndarhendi yfir honum. Vonandi nær hann sér líkamlega sem andlega eftir þá reynslu og finnst nú mömmu hans að komi sé tími til að fara að læra af reynslunni. Vonum það:)
Fannst rétt að kíkka hér inn og skrá helstu viðburði, þar sem aldrei er að vita hvenær minnið svíkur mig svo þá er gott að kíkka og ath. hvað hefur gerst:))
Athugasemdir
Notalegt að sjá frá þér bloggfærslu:) Var að skrifa á vegginn þinn og vil bæta því við að veðrið er oftast afskaplega gott á þessum árstíma - og þið yrðu fyrstu gestir á nýja staðnum:)
Jóna Lísa Þorsteinsdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 17:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.