25.10.2009 | 15:47
Skipperinn heima:)
Yndislegt að hafa Konna heima svona mikið um helgar, hann hlýtur að vera að eldast því hann er orðinn húkt á að hanga heima um helgar og nennir ekki á sjó, segir að það sé bræla, og við erum sammála um að hann eigi að taka sjómennskunni með ró og hætta að dorga eins og vitlleysingur.
Nú get ég látið hann gera hina ýmsu hluti sem mér dettur í hug, sama hvað ég bið um alltaf stendur hann upp og gerir eins og ég bið. Hefur verið að dytta að hinu og þessu og í gærkvöldi spurði hann mig hvort hann ætti ekki að kíkja á útiseríurnar, ath, hvort þær væru í lagi og skella þeim upp, ég þyrfti ekki að kveikja á þeim strax.. Ég var auðvita sammála því svo ef nágrananar sjá jólaljós hér á næstunni er það bara af því að hann er að setja upp og testa.. lofa að hafa ekki kveikt að staðaldri fyrr en seint í nóvember.
Harpa og Konni gistu hjá ömmu og afa í nótt, fórum svo í pottinn í morgunn og busluðum. Stórhreinsun var gerð í fataskápum , hálfur ruslapoki á haugana og annar stór í rauða krossinn. Ótrúlegt hvað maður safnar að sér af tuskum.
Enn kveikt á jólaskrautinu á baðinu, en ég ætla að slökkva í kvöld..pottþétt, nema ég gleymi því
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.