Hlýnandi fiskisúpa

Farið að hlýna aðeins í veðri og vonandi kemst Konni á sjó, allavega einn róður eða tvo í þessari viku, þar sem hann verður fyrir sunnan á námskeiði í slysavarnaskóla sjómanna í næstu viku.

Frábært að skreppa austur um s.l. helgi og hitta Lenu og fjölskyldu. Gaman að sjá hversu hress stelpan er og fílar móðurhlutverkið í tætlur. Valgeir Elís er líka draumaprins, vær, góður og glaður. veðrið var frekar leiðinlegt, en við fórum í smá göngutúr á laugardaginn og enduðum í  vöfflukaffi hjá Elsu og Valla:) Faldaði þar jólagardínur sem ég hafði með mér úr rúmfó svo stelpan gæti hengt upp og gert jólalegt í kotinu hjá þeim. Annars allt svo fínt hjá Lenu, hún er stormsveipur þegar hún tekur sig til og auðvita þurfti allt að vera skúrað og bónað þegar mamma kom í heimsóknSmile

Á von á Ólöfu, Barða, Gullu og Steina í fiskisúpu í kvöld og ætla ég að baka agalega gott matarbrauð. Alltaf gaman að setjast niður og borða saman og spjalla við skemmtilegt fólk... Hlakka til að eyða kvöldinu með þeim.

Kóræfingar á fullu en tónleikarnir okkar eru 5. des svo það styttist í að þetta verði búið, það er alltaf gott að ljúka tónleikum, þá finnst mér ég hafa heimsins mesta tíma til að gera það sem mig langar til að dúllast fyrir jólin. Erum annars að skella upp jólaseríum úti og inni þessa dagana, stefnan sett á að klára það um helgina áður en við förum suður, svo við getum kveikt eins og allir aðrir Ólafsfirðingar laugardaginn 28. nóv. Það verður mikið skreytt í firðinum fagra eins og alltaf, en ég á von á að það verði jafnvel meira en endranær þar sem bæjarbúar voru sérstaklega beðnir um að vera snemma fyrir þessi jólLoL

Nóg í bili


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæh.... langt síðan maður hefur heyrt í þér... ætti kannksi að hringja frekar en að skrifa :) En allavega þá hlakka ég til aðkoma á lau með lille fameliu og örugglega tengdó líka... bauð þeim að koma í jólaþorpið á óló :) Er að fara í skoðun með drengsa, heyri í þér á eftir :)

kv.Freyja og Arnar

Freyja (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband