Heim

Frábær þessi 3G pungur sem Konni keypti á fartölvuna svo hann gæti haft hana með sér á sjóinn, nú kemst maður á netið hvar sem netsamband er svo ég hef hangið svolítið í tölvunni hér í R-vík, en við komum hingað á sunnudag þar sem Konni er á námskeiði hjá landsbjörgu. Ég hafði frekar hægt um mig fyrstu 2 dagana þar sem ég var með einhvern flensuskít en tók svo á því í gær og í dag í jólagjafainnkaupum og útréttingum ýmisskonar.

Ánægðust er ég með hversu vel mér gengur að keyra og að ég rata meira en ég hélt, Konni er vanur að vera bílstjórinn en nú hef ég tekið mér tak og gengur fínt.

Búin að lesa eina bók og horfa á 4 konumyndir í friði og ró svo ég kem örgugglega úthvíld heim, tilbúinn í jólaundirbúninginn. Á laugardag verður svo jólamarkaður, kveikt á jólatrénu með pompi og prakt, vonandi mikil stemming, litlu jólahúsin verða vígð. Við slysavarnakonur verðum með smákökur og brauð til sölu, einnig ætla ég að vera með rosagóan harðfisk til sölu á  fínu verði. 

Hlakka til að koma heim á morgun, því þó gott sé að skreppa burtu er HEIMA best:))


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband