Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Englafjárfestar

Í vinnunni er ég fara yfir þing 90 frá 1969 þar sem menn eru að rífast um aðild Íslands að EFTA. Skondið að lesa þá umræðu sem minnir um margt á umræðu dagsins í dag um Evrópusambandsaðild okkar. Menn voru þá skíthræddir og sögðu að við værum að missa yfirráð og sjálfstæði okkar sem þjóð... Það gerðist ekki.

Annars hlustaði ég að hádegisviðtal við mann frá Nýsköpunarsjóði í og hjó eftir orðinu Englafjárfestir, hélt mig hafa misheyrt, en þá sagði hann það aftur Engla.. net. Ég lagði við eyrun og komst að því að til er hópur bisnessmanna sem nú kalla sig Englafjárfesta og ætla að halda fund í borg óttans á morgun held ég....Ég fylltist heilagri reiði, er það nú ekki að bera í bakkafullan lækinn að bissnesmenn séu farnir að líkja sér  við það sem í mínum huga lýsir einhverju himnesku, fallegu og góðu. Það er ekkert himneskt eða fallegt við bisnessmenn, þar er eru gróðasjónarmiðin efst á baugi.

Fyrr má nú vera sjálfumgleðin í þessu liði sem rúntaði fyrir áramót um á þyrlum og þotum, hélt afmæli fyrir hundruði milljóna og bauð bara séra Jónum. Ekki var mér boðið... En nú þegar allt er á leið niður á við eigum við Jónarnir að vera tilbúin að borga brúsann, ríkissjóður í startholunum að hlaupa undir bagga með bönkum og bisnissenglum þegar bomban er á leið niður.

Ég er nú bara venjulegur launamaður, en jafnvel ég veit að það sem fer upp, kemur alltaf niður aftur. Heyri að einkaþotum hafi fækkað á R-víkurflugvelli, en fjölgað hafi á geðdeild af bisness-mönnum-englum.

Kannske misheyrðist mér. Voru þetta kannske Hells-Angels fjárfestar?. Það myndi róa mig.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband