Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Perla á heimleið

Haldiði ekki að hún Perla litla, elsku hundurinn hennar Lenu sé ekki að koma heim úr sumarfríinu. Það varð heldur styttra en ég reiknaði með, Lóa reyndist vera með ofnæmi svo Ellen verður bara að vera hjá okkur í sumar og leika við hundinn. Lena er auðvita í hæstu hæðum af gleði, en mínar tilfinningar eru mjöög blendnar.  En viðurkenni fúslega að ég hlakka til að sjá gerpið..sem kemur á föstudagskvöld.

Tónleikar á Hornbrekku í kvöld, held að þetta sé dulbúin æfing hjá Ave að láta okkur syngja fyrir gamla fólkið og vissulega veitir okkur flestum ekki af æfingum,svo það er bara gott mál. 

Sjómannadagsball á Húsavík á laugardag og hér í firðinum  á sunnudag. Ég ætla að flytja ræðu dagsins í Tjarnarborg, það er annað hvort ég eða Sverrir Mansa, en hann gerðist rollubóndi í óbyggðum svo notast verður við mig þetta árið. Það er nú svo með okkur alkana.. sko mig og Sverrri að líklega erum við svo áreiðanleg.. alkarnir klikka ekki ef þeir taka eitthvað að sér, og lítil hætta á að maður verði orðin of fullur til að skanadalísera...  eða þannig. Nei við erum bara svo skemmtileg ... það er örugglega það.

Grillaði í fyrsta sinn þetta árið, en Konni minn þessi elska kom heim í helgarfrí og við drösluðum grillinu á  sinn stað.. mjög gott. Hann er svo farinn í veiði með stöngina maðurinn.. skil þetta ekki... nýkominn af sjónum og farinn aftur í veiði.. skil ekki þessa dellu en það er líka allt í lagi.. örugglega skemmtilegra að standa við fallega á, heldur en að slá lóðina.. t.d...

Álfasalan á fullu og gengur ágætlega hjá þeim Völu og Lenu í sölunni. 

Gott í bili


Suðrænt veðurfar

Er alveg viss um að ég hef verið suður- efvrópubúi í fyrra lífi. Líður svo vel þegar sólin skín og hitin fer upp fyrir 10 gráður. Þessa dagana er veðrið að leika við okkur  og nýt ég þess í botnSmile

Setti inn nokkrar myndir úr skemmtilegu afmæli sem ég var í á föstudaginn um hádegi hjá Snjólaugu vinkonu minni.. Alltaf jafn gaman að koma til jógakerlunar.. Bauð okkur upp á mexíkanska súpu og meðlæti .. nammi namm.

Maí ´08 030Fattaði allt of seint að myndavélin var í töskunni, margar kerlur farnar til vinnu en við sem eftir urðum skemmtum okkur og dönsuðum villta indjánadansa við flaututónlist.. Bara gaman.Maí ´08 014

Heimsóttum Freyju á sunnudag, skelltum okkur í sólbað og Konni litli júníor var settur í sund í plastkassa og þar sat hann örugglega í klukkutíma með eina plastskál og dundaði við að sulla í vatninu. Ég hef verið að heimta pott á terrasinn hjá mér en hugsa nú alvarlega um að kaupa plastkassa í staðinn.. einn á mann.

Álfarnir komnir á staðinn og ætla Lena og Vala að sjá um að selja þá fyrir mig, mikið glöð yfir því, svo  elskurnar mínar.. upp með veskin Smile

Sól í sinni..


Áfram ísland og MAn-Utd. bestir

Mikið var ég glöð í gærkvöldi þegar ljóst var að Eurobandið fengi að stíga á stokk á laugardag líka. Flott frammistaða þeirra skötuhjúa Regínu og Friðriks. Hef verið að skoða vefmiðla, enginn er að velta sér uppúr klæðnaði þeirra þetta árið. Bleik og svört.. mjög smart, og Frikki berhandleggjaður, tanaður, tannhvíttaður og vöðvastæltur. líklega búið að vera nóg að gera hjá honum að hrista af sér GAY-liðið í Serbíu. Fannst fyndið að lesa viðtal við kærasta hans sem þurft hefur að vera í felum, enda vænlegra að okkar maður sé á lausu.. TIL HAMINGJU ÍSLAND... ÁFRAM ÍSLAND Á MORGUN....

Annars sól í heiði og sinni. Komin á fullt í garðinum og Konni minn á fullt með veiðistöngina ef hann skreppur heim. Þau tóku helgarfrí á sjónum á miðvikudag og fimmtudag svo við áttum saman júróvisionkvöld í gær ásamt Sigga-fjölskyldu. voða gaman. Konni litli júníor er á fullu út um allan garð, alltaf að uppgötva eitthvað spennandi og sulla í mold og vatni. Mamma hans er farin að setja hann í "vinnugalla" áður en hann heimsækir ömmu og afa. 

Veðurspáin lofar góðu fyrir helgina, sólböð, málnigarvinna og eitthvað skemmtilegt í bland. Kaffi á Terrasinum með tyggjói.. Veit ekki hvernig ég fíla að fá ekki kaffi og sígó úti í sumar, en það hefur verið uppáhaldið mitt.. Sitja úti - drekka kaffi - Reykja -- og spá í landsins gagn og nauðsynjar.. við Gulla æfingarfélagi minn höfum verið duglegar í hreyfingunni og ég hef ekki verið að bæta miklu mataræði utan á mig ennþá.. er mjög þakklát fyrir það. Kannske vegna þess að það er svo mikið að gera, engin tími til að liggja í ísskápnum. Framundan eru stífar kóræfingar, messa, jarðaför, tónleikar í Hornbrekku, Siglufirði, Ólafsfirði, Álfasala S'A'A, (Þetta árið verð ég nú að fá aðstoð, hef hreinlega ekki tíma til að ganga ein í öll húsin í firðinum sjómamannadagshelgina.) en allt hefst þetta á endanum, en ég hlakka mikið til 5. júní, þegar kórinn er komin í sumarfrí..

Ójá..


Perla í sumarbúðir

Annasöm helgi að baki. Mikið skemmtilegt afmælið hjá Dóra frænda, góður matur skemmtiatriði og félagsskapur. við hjónin fengum okkur smá snúning áður en við fórum heim. kóræfingar helgarinnar gengu snuðrulaust fyrir sig og ég lærði alveg helling.

Á laugardag var svo veislan henna Annettu og hún var ekki síður skemmtileg. Góðar veitingar og mikið konfekt sem mér þótti æðislegt. Kórfélagar sungu 3 lög fyrir afmælisbarnið, meira að segja eitt á þýsku sem við vorum búina að æfa í laumi. Annetta var mjög hrifin og sagði framburðinn vera alveg eins og í heimahéraði hennar... hún er nú svo kurteis stelpan.

Um helgina var tekin sú ákvörðun að senda Perlu í sumarbúðir til Ellenar Helgu í höfuðstaðinn, en hana hefur lengi langað í hund og amma Sigga hefur viljað losna undan hundapössuninni svo þetta rímaði nokkuð vel saman. Það þurfti auðvita að sannfæra Lenu um að þetta væri bara tímabundið, þar til hún hefði meiri tíma sjálf, en hún er svo dugleg á sjónum og ætlar að róa í sumar, en stefnir á skóla í haust, svo hún hefur lítinn tíma í að vera hundamamma.

Lena og Perla

Perla var send í flugi suður í gær, og ég verð að viðurkenna að það var ekkert auðvelt að sjá á eftir henni vælandi í búrinu... Gáfum henni sjóveikispillu að dýralæknisráði, svo hún yrði rólegri og vissulega hefur það haft einhver áhrif. Ellen og Lóa tóku svo á móti dömunni í R-vík og var hún að braggast í morgun þegar ég heyrði í þeim. Harpa var mjjjööög sorgmædd þegar við yfirgáfum flugvöllinn í gær, og er farin að hlakka til þegar Ellen og Perla koma í heimsókn í sumar...

Kíkti aðeins í garðinn á sunnudag, og hreinsaði smá.. vantar bara aðeins meiri hita og sól til að ég gleymi mér í garðinum.. og tíma já, það er víst ekki mikið af honum aflögu þessa dagana.. konni og Lena á sjó.. og ég get gert það sem ég vil, þarf ekki að fara heim og hleypa hundinum út, eða labba með hann, ekkert að knúsast með hann á næstunni, enda ætla ég í ræktina í hádeginu, það hef ég ekki gert síðan í nóv. að Perla kom til okkar.

Gott að sinni


Afmælis og kórahelgi

Ég er alveg hætt að botna i hversu tíminn líður hratt. Komin helgi enn einu sinni. Afmæli hjá Halldóri Guðmunds frænda mínum í kvöld, en sá heiðursmaður er 75 ára. Blásið til veislu í Tjarnarborg og hlakka ég mikið til að eiga skemmtilega stund með ættingjum hans og vinum. Kóræfingar hefjast svo 9 í fyrramálið,svo ég reikna með að mæta bara á náttserknum, Það er náttúrulega bara óGuðlegt að byrja svona snemma á laugardegi.

Annetta kór - vinnufélagi og systir okkar Guðnýjar heldur svo upp á fertugsafmælið sitt með pomp og prakt á laugardagskvöldið og þar ætla ég auðvita að mæta með kórnum og vinnufélögum mínum, eta, drekka og vera glöð þar til kóræfingar hefjast aftur á sunnudagsmorgun. Við erum að æfa fyrir tónleika sem verða í byrjun júní og okkur veitir víst ekki af svona æfingahelgi, svo innst inni er ég bara fegin að veðurspáin er ekki betri en raun ber vitni, yrði vitlaus að hanga inni annars.

Konni litli júníor er enn lasinn, og afi hans kom heim í gær og ákvað að klára að liggja í rúminu og ná skítnum úr sér, hann er mjög erfiður sjúklingur karlinn. Lena kom í land í morgun af Þórsnesinu, stóð sig með snilld í kokkaríinu stelpan, og hældi áhöfnin henni á hvert reipi. (Já Freyja og Lena spurjið mig bara hvaða reipi ég sé að tala um).

Vera glöð í sinni, líta á björtu hliðarnar ... hafa gaman af því sem maður er að gera...Það er málið.  CoolMánuður í sólina..Smile

Góða helgi


Skrúfjárn á Hvítasunnu

Hvítasunnuhelgin leið í rólegheitum og sjóararnir mínir farnir aftur. Konni minn lagðist í flensu á sunnudagsmorgun, eftir að við Lena höfðum dobblað hann með okkur í sund. Lágum í heita pottinum þegar minn maður stóð allt í einum upp og sagðist vera farinn. Við komum honum heim í rúm og þar lá hann þar til í morgun  að hann skellti sér í vinnugallann og sagðist vera farinn!!! í vinnuna.

Lena fór í gær sem kokkur á Þórsnesið, held að það séu 9 karlar þar um borð. Pabbi hennar "lánaði" hana í tvo daga, svo ég er með gemsann við hendina ef hún þarf aðstoð en hún hefur ekki hringt enn. Veit að hún græjar matinn með stæl ofan í þá.

Ég eignaðist mitt fyrsta skrúfjárn á föstudaginn. Það er svona svart og rautt með haldi úr mjúku gúmmíi með gripi fyrir fingurna. Hef bara aldrei séð svona fallegt skrúfjárn áður. það er í tösku með fullt af litlum skrúfbitum, svo ég get skrúfað allar gerðir af skrúfum. stjörnu- kubba- rifu- skrúfur. það fer bæði afturábak og áfram.. Engin smá græja.

Málið er að í s.l. viku þurfti ég að losa skrúfu í naglaherberginu og fann ekkert passlegt skrúfjárn. skrúfan var ferköntuð, en ekkert svoleiðis járn fann ég.  Ég bölvaði manni mínum í sand og ösku fyrir að hafa notað svona skrúfu en ekki hinsegin og þegar hann kom svo í land fékk hann að heyra það óþvegið,  að allt væri í óreglu í skrúfu og skrúfjárnadeild heimilisins.. Skemmst frá því að segja að hann færði mér svo þessa skrúfjárnagjöf um kvöldið, mér til mikillar ánægju... Og við sættumst heilum sáttum við hjónin, hélt ég ..og bað Konna að fara niður í naglaherbergi og laga það sem þurfti, en hann sagðist ekki eiga neitt passlegt skrúfjárn, en hinsvegar ætti ég það og skyldi nú bara laga þetta sjálf... Sem og ég gerði .. á meðan hann horfði á  og leiddist ekkert.. Múhahaha..

Byrjaði svo hreinsunarstarf í garðinum í gær, enda af nógu að taka ... Bara gaman.


Allt rólegt...

Allt í rólegheitum í firðinum þessa dagana. Bandýmótið var alveg frábært, mikið stuð og gasalega flottir búningar. Alveg ótrúlegt hvað fólk verður frjótt í hugsun þegar kemur að bandybúningunum.

Annars er ég voða tóm þessa dagana, allir á sjó, og ég á æfingum, gönguferðum með hundinn og með Gullu í ræktinni. Það er alltaf nóg að gera.

Fékk skemmtilegt símtal á mánudag frá Simma frænda mínum í danaveldi. Hann upplýsti mig um að hann væri kominn með gráa firðringinn og hefði því keypt hund handa frúnni sinni og mótorhjól fyrir sig. Gott ef allir karlar tækju svona á þessum blessuðum fiðring, fengju sér hestöfl í klofið en slepptu því að yngja upp eiginkonuna eða fá sér viðhald... ójá..

Hófý mágkona missti mömmu sína á mánudag, og ætlum við Arnar fara suður í næstu viku með móður okkar til að vera við útförina.

Ég ætla ekki að segja Konna frá Simma og hjólinu, því minn maður ætlar að fá sér reiðhjól í þegar hann kemur heim og ætla ég ekki að koma neinum mótorhjólagrillum í hausinn á honum..

Þannig er það nú.


Bandý upp á Krít

Og það snjóar og snjóar og snjóar ennþá.. Ég skil ekkert í þessu með veðurguðinn. Við hljótum að fá svakalega hlýtt og sólríkt sumar. En ég þori samt ekki að taka sénsinn svo ég er búin að bóka okkar hjónakornin í sólarferð til Krítar (með krítarkortinu hans Konna) nú í júní, svona til öryggis svo maður fái örugglega einhverja góða daga í sumar.. ójá ég er ekkert smá ánægð með kelluna að drífa í þessu. Konna mínum hlakkar ekkert smá til að komast í frí eftir erfiðan bræluvetur og er glaður með sína..Heart

Búin að vera skrítin vika, kóræfingar, slysófundir messa í gær og æfing í gærkvöldi. Bandýmótið framundan og ætla ég að mæta á pallana kl 10 í fyrramálið og fylgjast með. Var að spá í að vera í liði með ræktinni en því miður náðum við Gulla ekki 60 kílóum í bekkpressunni, það er of stutt síðan við byrjuðum að æfa.. erum bara komnar i 45 kg. og það dugði því miður ekki þar sem inntökuskilyrðið var 60 kíló... Gulla fær að fljóta með Samkaupsliðinu af því hún sefur hjá verlsunarstjóranum en ég verð að horfa á og láta mig dreyma.... um stóra bandýsigra..

En hvað um það. Við Gunnlaug erum semsagt að æfa eins og vitleysingar 4-5 sinnum í viku og er ég orðin gjörsamlega ónýt í skrokknum að reyna að halda í við hana, því hún er kolkreysí í lyftingunum. Nú er svo komið fyrir mér að hægri öxlin er algerlega ónýt, svo gjörsamlega að ég varð að hætta að reykja, get ekki lyft sígóinu upp að vörunum, og hef bara aldrei getað reykt með vinstri, er svo hægrisinnuð manneskja..Það eru margar jákvæðar hliðar á íþróttameiðslunum, eins og þetta með reykingarnar.. það er svo óhollt að reykja svo skítt með öxlina...

Neglingar í kvöld á puttum og tásum, svo bandý og stuð um helgina, ætla að borða mikið og gott og hreyfa mig í bland. Þarf að borða miklu meira og oftar síðan öxlin gaf sig.... og ég missti vinkonu mína hana Marlboro.

Megi allir komast óskaddaðir frá Bandýhelginni..


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband