Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009
2.7.2009 | 11:29
Sumar sumar:)
Líklega verður ekki bloggað hér á næstunni þar sem við konni minn erum að fara í sumarfrí. á Laugarvatn á morgun og ætlum að tjilla þar í viku, konni með suduko og veiðistöngina en ég með bækur, helku og prjónadótið mitt ásamt 4 seríuni af Grays'
Ég er að hekla heimferðapeysu á litla væntanlega barnið hennar Lenu, sem Freyja reyndar byrjaði á en henni finnst hún þurfa að gera eins fyrir litlu systur þar sem þær eru nú báðar að eignast sín fyrstu börn í byrjun ágúst. Hún kom svo með hekludótið til mömmu og bað mig að gera þetta þar sem við erum báðar sammála um að Lena hefur enga þolinmæði í handavinnu og hefur takmarkaðan áhuga á að læra það:) ekki enn sem komið er allavega:D. Amman ég er svo sem ekki mikið í handavinnunni en er samt búin að prjóna hosur á börnin og búin að lofa húfum sem eiga að verða til í sumarfríinu.
Konni er búinn að vera svaka duglegur í garðinum, að klára skrítnu stéttina, verður svaka flottur efri garður eftir c.a. 1-2 ár þegar allt er búið. Mig vantaði tilfinnanlega morgunkaffistað eftir að potturinn var settur á veröndina akkúrat þar sem morgunstóllinn minn var og ég nenni nú ekki í pottinn með kaffið og sígarettuna. Ég bað konna semsagt aðeins að laga fyrir mig smá stétt, sem varð heldur meiri vinna og flottara en ég bað um í upphafi, en það er ansi oft þannig.. mér finnst hlutirnir svo einfaldir og fljótlegir en svo reynist það sjaldnast þannig:)
Ætlum síðan að halda áfram austur fyrir og enda á Neskaupsstað hjá Lenu og Hafþóri, þar sem Konni ætlar að kíkja á einhverja veiðistaði.
Alveg geggjað veður í dag og gær, man varla eftir svona miklum hita í fiðrinum:)
Gott að sinni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)