Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Gaman saman

mikið fjör s.l. hlegi.

Fullt af fólki. Lena og co komu á föstudaginn að austan og Ellen Helga að sunnan, Freyja og Arnar Helgi innanað og Sig. Óli og co utanað.. Arnar bróðir, Þórgunnur og börn komu svo ofanað..hahaha.

Bakaði böns af bollum á laugardaginn sem runnu ljúflega ofan í ofantalda gesti. Bara gaman að því. Valgeir Elís stækkar svo ört svo það er nauðsynlegt fyrir ömmu að hitta hann mánaðarlega a.m.k. svo maður geti fylgst með.. svo skemmtilegir og yndislegir litlu drengirnir okkar. Konni stóri frændi reyndi nú að leika við þá um helgina en honum finnst þeir ekki taka mikinn þátt svo hann var mjög fenginn að fá Vigfús William í heimsókn og þeir ná vel saman og sprelluðu með tilheyrandi látum  og skemmtilegheitumSmile

Alltaf gaman að hitta Ellu sprellu, finnst samt alltaf ég ekki hafa haft nægan tíma með henni til að spjalla í ró og næði, því það er mikið að gera hjá henni þegar hún kemur að hitta vinina og ættingjana alla áður en hún fer aftur.

Konni kom svo í gær heim.. Þeir lentu í vitlausu veðri á sjónum og hann datt illa og braut 3 rif kallagreyið svo hann verður heima í rólegheitum á næstunni.. sem er auðvita gott, ef honum liði sæmilega, en þetta grær vonandi fljótt og vel.

Nóg að sinni:)


Helgarfjör

Við Perla erum búnar að finna nýja gönguleið fyrir okkur á megrunargöngunni. Nú förum við upp á nýja snjóflóðavarnargarðinn við Hornbrekku og göngum þar hálfhring í kring og svo niður aftur og út og suðurSmile Erum mjög duglegar.

Annars bara allt í rólegheitum á þessum bæ. Lena og fjölsk. væntanleg í heimsókn um helgina og kannske Ellen Helga Hveragerðisprinsessa líka, kemur í ljós, svo það verður fjör á Hlíðarveginum ef að líkum lætur.

Konni fer líklega á sjó fyrir helgi, það verður skrítið að vera aftur ein þegar allir verða farnir aftur, en það venst örugglega:)

Ætla að eiga góða daga:)

 


Ýmislegt:)

Arnar litli brói á afmæli í dag..Wizard Til hamingju Arnar minn...Wizard

Sólin skín og ég fékk mér göngu með Perlu í hádeginu, en við erum að reyna að stunda heilbrigt líferni. Ég er farin að vigta matinn ofan í hana og ætla að smá minnka við hana þar til hún er komin í hundaskammt sem hæfir henni, en Konni segir að ef hún  væri manneskja væri hún líklega 150 kg og það er bara allt of mikið, svo nú ætla ég að skammast til að taka á þessu.

Ég henti tóbakinu um áramótin og það gengur alveg ágætlega nema að matarlystin er mun betri svo er mér óhætt að vera á verði.. ætli ég ekki að þurfa að henda öllum fötum og stækka skápinn. Er að vísu með nikótíntyggjó og tygg og tygg en það er bara ekki nóg. Það verður því nóg að gera að tala mig til í göngutúra og ræktina.

Fékk góða heimsókn í gærkveldi, Anna Boggu og Þóris, og höfðum við um margt að spjalla, þó vera hennar hérna núna sé ekki af góðum ástæðum er alltaf gaman að hittast.

Styttist í að konni fari á sjóinn og er ég pínu kvíðin fyrir því, að hann verði lengi í burtu... en það venst líklega eins og annað.

Ætla að eiga góðan dag:)


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband