6.2.2007 | 21:13
Sigga bloggar!!!!
Já, það er ýmislegt sem manni dettur í hug. Ég. Sigga að blogga.. tölvusnillingurinn, læri kannski eitthvað á þessu og æfist í að setja texta niður á blað (tölvu).
E.t.v. set ég inn myndir svo fólkið mitt geti fylgst með okkur og sjálfu sér. Annars hef ég verið að lesa töluvert af bloggi undanfarið, um skoðanir fólks á hinum og þessum dægurmálum og hugsaði að þetta gæti verið skemmtilegt að prófa. Af nógu er að taka og nóg um að tala á Íslandi í dag.
Ég hef haldið dagbók í mörg ár um veðrið, fiskiríið hjá Konna, og helstu atburði í lífi fjölskyldunnar, og það hefur ekki verið lognmollan í kringum okkur svo þið sem viljið vita hvað við erum að bardúsa, borða, hvenær við förum að sofa og í ræktina, fáið það beint í æð héðan af... ef ég nenni.
Þar sem börnin eru öll flutt að heiman (allavega í bili) Sigurður Óli, Freydís Heba og Lena Margrét komin til Akureyrar, með kærustu og kærasta og börn. (Lena flytur reyndar reglulega að heiman og heim) geta þau njósnað um gamla settið hér á síðunni..he..he..
Nóg í bili
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.