Göngin inn...

Það var ekkert smá skemmtilegt í gær hjá okkur Guðnýju vinnu-vinkonu-frænku minni. Hún fékk boð um að koma og skoða og mynda í Héðinsfj.-göngunum, og tók mig með sem sérlegan aðstoðarmann sinn.Smile

Við vorum klæddar upp í stígvél nr 5o og fengum hjálma eyrnarhlífar og ljós og örkuðum svo á stað í fylgd Ivans, tékkneskur yfirmaður þarna. Þeir eru búnir að sprengja ca 550 m. Við fengum að fara upp í kranann og bora smá... fyrir einni dínamit-túbu. Guðný myndaði í gríð og erg og má sjá afraksturinn á síðunni hennar.Cool  Sniðugt að sjá hvernig þetta er framkvæmt...Við vorum svo vígalegar að það hefði verið hægt að villast á okkur og Valgerði Iðnaðar.. og Rönnku Rist.. Grin..ef ekki hefði verið fyrir stígvélin..Bandit Þau komu upp um okkur.

Hvað ætli séu mörg á síðan við nokkrir félagar frá Leikfélagi Ól. og Fílabenslarnir frá Sigló vorum með skemmtun á Broadway gamla, sem mig minnir að hafi kallast Göngin inn, til að láta vita af okkur og draumum okkar um göng milli staðanna...Woundering Fór að hugsa um þetta þegar ég var komin hálfan kílómetra inn í fjallið!!

Ætlaði í ræktina kl 6.45 í morgun en komst ekki undan sænginni.. enda 13 stiga frost. W00t

Það verður að bíða betri tíma. Konni minn landaði 7 tonnum í morgun, og er farinn aftur. Ég sé lítið af honum þessa dagana.

nóg um það.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband