9.2.2007 | 20:55
Men in sokkabuxum..
Ég rakst á ferlega fyndna frétt í mogganum um daginn... Einhver fataframleiðandi að setja á markað sokkabuxur fyrir karlmenn..... Ég sé Konna minn stanslaust fyrir mér í þunnum ljósum sokkabuxum, sirka 20 den innan undir stuttbuxunum í sumar og í svona sússaskóm (jesú).... oh my god ... og hárin liðast innanundir.. ég býst við að ég fengi sama elskulega og heimskulega spurnarsvipinn frá honum ef ég færði honum sokkabuxur og þegar ég gaf honum andlits-rakakremið um árið.. og hann spurði hvað hann ætti að gera við þetta????
En kannski á maður ekki að gera grín af karlasokkabuxum, kannski margir menn búnir að bíða og bíða eftir þessu t.d íþróttastrákar sem þurfa að æfa í kulda, geta nú fengið þykkar sokkabuxur innanundir ... Það var að sjálfsögðu tekið fram í fréttinni að þær væru með tippaklauf.....
Ég lá heima í kvefi og leiðindum í dag, svaf nú mestan partinn, Þórgunnur bauð mér svo í mat í kvöld..það var æðislegt.. Er reyndar búin að vera í mat hjá mömmu og Hófý og Þórði líka í vikunni svo ég er ótrúlega heppin... Það er enginn búinn að bjóða mér á morgunn djók..
Lena fór suður í dag með vinum og vinkonum, þau eru að fara á eitthvað dj djamm, vonandi verður bara gaman, en ég verð að viðurkenna að ég fæ alltaf hnút í magan þegar hún fer í borg óttans.. þær ferðir hafa ekki allar verið farnar til fjár .. eins og þar stendur..verð fegin þegar hún verður komin norður aftur á sunnud.
Konni landaði 7-8 tonnum á Húsavík í dag, sokkabuxnalaus í kuldanum en í föðurlandinu ..vonandi.
Nóg um neðriparta.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.