Fjör á Hlíðarveginum

Það er búið að vera mikið fjör hér á Hlíðarvegi 48  siðasta sólarhringinn. Orri, Ellen og Harpa Hlin eru í heimsókn hjá Ömmu og afa.. Fórum og kíktum á snjósleðamótið seinni partinn í gær og fannst þeim misgaman eftir aldri. Ellen vildi auðvita komast í návígi við fólkið , en Orri vildi vera í hæfilegri fjarlægð., og Harpa var bara í fanginu á afa.. Það var öruggast, enda mikill hávaði sem fylgir svona mótum, en það var mjög gaman að fylgjast með, og ótrúlegt að þeim sem stóðu að mótinu skyldi takast svo vel til í snjóleysinu sem hér er. Hitin var um 7-8 stig og vindur. Vona að það fari nú að vora smám saman. Mamma kom svo og kvaddi alla í gærkveldi, var að fara suður í morgunn áleiðis til Canarý, fer út á miðvikudag ásamt Arnari og Þórgunni..Smile Við Konni, Þórður og Hófý förum svo viku seinna, ætlum að eyða smá tíma saman systkynin og mamma... í sólinn um páskanaCoolGrin

Það verður ekkert smá skemmitlegt, við erum búin að hafa lúmskt gaman að mömmu út af þessari ferð, því hún er mjög spennt fyrir að vera með börnunum sínum og hefur verið að lesa okkur lífsreglurnar í hinum ýmsum efnum. Fyrir nokkrum vikum sagði hún mér að hún ætlaði með pönnukökupönnuna með sér svo hún gæti bakað pönnsur handa okkur.....og bað mig að koma með ...vanilludropa... Ég dó næstum úr hlátri.. sagði að ef hún nennti að dröslast með pönnuna.. gæti hún gott og vel farið með dropana líka.. hún hlýtur að hafa verið að meina litlu glösin.. ekki lítersflöskuna!!! Svo endirinn varð að hún fór bæði með vanillu og kardó dropa.. bara að hún verði nú ekki tekin með þetta í tollinum ....GetLost

En við erum að fara á AK að hitta prinsinn, og skila eitthvað að börnum og ætlum í bíó með þau eldri

gott að linni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband