Potta-markaðssetning dauðans...

Ég lenti í mikilli krísu fyrir einu og hálfu ári síðan. Þá voru Saladmaster cookware-kynningar að hefjast hér fyrir norðan. Fyrir þá sem ekki vita eru það pottasettin sem elda, baka og gera matinn svo heilnæman að fólk hefur víst hent út úr lyfjaskápunum gigtarlyfjum sínum og fleiru...Smile

En málið var að mig vantaði bíl... og hafði ekki efni á hvoru tveggja pottunum og bílnum, svo eftir góðar ábendingar frá Guðný vinnu-vinkonu ákvað ég að taka bílinn, því eins og hún sagði þá kæmist ég ekki á pottasettinu niður Félagastíginn í vinnuna, en gæti farið á bílnum í búðina og keypt í matinn, ég myndi nota bílinn miklu meira en pottasettið.. svo það sem var auðvita stóra málið í þessu að BÍLLIN VAR ÓDÝRARI EN POTTASETTIÐ,  fékk líka afslátt, því enginn var geislaspilarinn sem þó átti að fylgja..Smile 

Það er að vísu ekki hægt að elda í honum, en ég hef borðað ýmislegt í bílnum og það er ágætt.. Bíllinn minn er gamall og kostaði 270.000 staðgreitt.

Ástæða þess að ég er að tjá mig um þessa potta er grein sem tekin var af netinu þar sem heil sýsla í USA sá ástæðu til að rannsaka pottasvindl. Montgomerysýsla í Maryland. Og það árið 1998..

þar höfðu óprúttnir sölumenn Saladmaster cookware boðið í heima-kynningarpotta-partý spænskumælandi fólki, sem síðan skrifaði undir pappíra sem það hélt vera atvinnuumsóknir en voru í raun pottasettakaup... Þeir voru víst ekki sterkir í enskunni..Woundering

Þegar kvartanir fóru að berast var málið tekið upp og þeir sem ekki höfðu notað pottasettin fengu allt endurgreitt,  3.700$ DOLLARA (240.000. ÍSL KRÓNUR.)...en hinir sem farnir voru að nota herlegheitin þurftu að borga framleiðsluverð vörunnar sem var ...........................

......400..$$$$$$$$$$.......TUTTUGU OG SEXÞÚSUND KRÓNUR, ÍSLENSKAR.............................

Ef ég hefði nú ekki keypt bílinn, heldur pottasettið, væri mér ógeðslega illt í rassinum NÚNA..Pinch

Án gríns, eru pottar seldir hingað í fjörðinn í bílförmum og ég efast ekki um að þetta er gæðavara, eins gott segi ég nú bara. Skilst að fólk sé að borga um 300.000 kallinn fyrir herlegheitin..Mér finnst bara óþolandi að verið sé að plata fólk svona. Gæti trúað að raunvirðið væri um 70-90 þús. miðað við framleiðsluverðið.. Reikna með að söluaðilarnir hlægi sig í svefn á hverju kvöldi.

Þetta er auðvitað snilldar markaðssetning. Alt útpælt og sálfræðingar sem sjá um uppskriftina sem farið er eftir. Var sjálf að selja Nu skin vörur fyrir nokkrum árum og þá fékk maður leiðsögn í hvað má og hvað má ekki segja..

Hér er linkurinn ef þið viljið skoða þetta mál...

Ætla að elda pottrétt í kvöld, í IKEA pottinum mínum.
sæl að sinni..

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já , það munar ekkert um það....en pottarnir eru nú samt rosaflottir.. hehe   hlakka til að fá geðveikt gott að borða í kvöld ... sjáumst

kv.Freyja

Freyja (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband