Appelsínueldhúsið mitt er farið............

Vá hvað ég er orðin latur bloggari.. Síðast skrifaði ég fyrir tæpri viku.. hef verið eitthvað punkteruð undanfarið.. Ég þyrfti auðvita að skrifa eitthvað á hverjum degi fyrir sjálfa mig svo ég muni hvað ég hef verið að gera.Wink Nú eru kosningar afstaðnar og er ég í skýunum með gengi míns flokks, átti ekki endilega von á að við myndum bæta við, eftir svo langa stjórnarsetu, en þjóðin er að mestum hluta skynsamt fólk og veit hverjum best er að treysta.. Geir er náttúrulega bara frábær gæi og kemur svaka vel fyrir. Ekki skemmir svo sætasta stelpan fyrir hún Þorgerður Katrín sem er  framtíðarleiðtogi flokksins. Skoðið þetta:

http://www.carmex-kiss.de/index.php?meintanz=247640513837

 

Fórum suður á föstudagsmorguninn og komum til baka á laugardag, því við vildum kjósa heima og vorum búin að erindast í bænum. Keyptum okkur nýja eldhúsinnréttingu, og á sunnudag fór sú gamla á haugana, nánast öll, á samt smá appelsínugula minningu úr borðplötu, sem ég mun horfa á í framtíðinni ef ég verð þung i skapi, sem er nú ósennilegt.. en liturinn á að minna mig á að vera þakklát fyrir það sem ég á  og að hafa ekki þurft að fara í gegnum allt lífið með appelsínugulum eldhúsbekkjum, því þó liturinn sé glaðlegur og minni á sumar og sól, sá ég nú orðið svart er ég kom í eldhúsið mitt.Tounge

Konna og Lenu fanst það nú tú möts að ég fór að baka tertubotna, þegar Konni var byrjaður að rífa  niður innréttinguna, og stóð á endum að hann var komin að eldavélinni þegar ég tók síðasta botninn út....hann þurfti að bíða meðan vélin kólnlaði til að halda áfram.. En ég var búin að lofa tertum í fermingarveislu og maður stendur nú við það sem maður lofar ef mögulegt er.. .. Ég set bara á þær í svefnherberginu ef eldhúsið verður ekki orðið klárt í tíma..hehe.. Reikna með að þetta taki einhverjar vikur, þarf að breyta rafmagni  skipta um veggplötur,´múra og flota gólfið o.s. frv... en ég er með afbrigðum þolinmóð manneskja.. Er nefnilega ekki með neina iðnaðarmenn, en Konni er ansk.. klár og getur gert þetta að mestu, ef hann hefur tíma og nú er hann heima að skrapa og svoleiðis.

Á suður- og norðurleið las ég fyrir okkur Konna bókina “stelpan frá stokkseyri„  bók Margrétar Frímannsdóttur Hvet alla til að lesa þá bók, um karlremburnar í Alþ.bandalaginu. Alveg með ólíkindum kvenfyrirlitningin sem þeir sýndu,  forseti vor, Ólafur Ragnar, Svavar Gests,og síðast en ekki síst Steingrímur J. ég var bjáluð þegar ég var að lesa og á stundum varð ég  alveg orðlaus. Þeir jafnvel boðuðu hana á fund, þegar hún var þingflokksformaður þeirra og......... HLEYPTU HENNI SVO EKKI INN Á FUNDINN............. Enda glotti ég, nú eftir kosningarnar þegar ég sá hvað Steingrímur mun hafa margar konur á þingi með sér, hann er líklega ánægður, getur sussað á þær með vinstri hendinni á meðan hann tekur ákvarðanir með strákunum. ( Þykir samt hæpið að hann þurfi að taka einhverjar ákvarðanir í næstu ríkisstjórn, enda hélt sú gamla þau naumt væri).

Ótrúlegur náungi, en góður kjaftaskur. nóg um það , nú verð ég að ná mér niður.

Gott að sinni.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sigga frænka mín og vinkonu-vinnufélagi minn: ÞÚ ERT UPPÁHALDSBLOGGARINN MINN!!

Þú kannt sko að koma orðunum á pappírinn, OG vertu bara dugleg við það, því ég allavega verð alltaf ferskari og glaðari þegar ég er búin að lesa bloggið þitt, því þú ert svo frábær penni og síðan skoða ég myndirnar þínar, takk fyrir það og bara...... ÁFRAM SIGGA

Gangi ykkur vel í eldhúsbreytingunum... ég losnaði við mína appelsínugulu bekki í des'96

Stórfrænkan

Gudný (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 17:06

2 identicon

Takk vinnuvinkona, fyrir sætt komment, veit að ég er frábær og þú líka hehehhe. Og svo dugleg að kvitta fyrir þig..

siggafreyju (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband