Enn einn föstudagur...

Enn kominn föstudagur.. Þetta er ekki eðlilegt hvað tíminn líður hratt.... Það hefur glatt mitt litla hjarta óseigjanlega, öll þau góðu viðbrögð sem ég hef fengið vegna sjómannadagsræðunnar í kirkjunni. Kirkjugestir voru afskaplega ánægðir og snortnir, fannst ég þvílíka hetjan og þar fram eftir götunum, sem ég er auðvita. Fólk er enn að stoppa mig  lýsa ánægju sinni... Allir virtust geta samsamað sig við minningar mínar.. Ánægjulegt..Smile.

Eldhúsið mitt er að verða geðveikt flott.. Vá--vá . Konni kom heim á miðvikud.- kvöld og í gær fóru borðplöturnar á og í morgunn flestar skáphurðir og seinna í dag fæ ég líklega ELDAVÉL, UPPVÖSKUNARVÉL OG VASKINN Í GANG.  (Fékk ísskápinn og ölbylgjuna í gang áður en konni fór á sjó s.l. mánud.) Þá verður sko kátt í höllinni get ég sagt ykkur.. Ég mun líklega skrúfa höldurnar á í kvöld. Lena sló lóðina í gær ..voða dugleg..LoL

Ég lagðist í rúmið á sunnudagskvöld, og fór ekki í vinnu fyrr en í gær. Tókst það sem ég stefndi að að klára sjómannadaginn Álfana og allt hitt, en sprakk svo á limminu og hélt að hausinn mér myndi springa um kvöldið. Kvef og fullar ennisholur..þrýstingurinn var ömurlegur. En nú er kórinn komin í sumarfrí fram í lok ágúst, nema eitthvað komi uppá, og það gerðist í morgunn að gamall Ólafsfirðingur lést, svo væntanlega verður jarðaför um næstu helgi.. svona er nú lífið einu sinni..Halo

Krakkarnir komu í heimsókn um síðustu helgi og við grilluðum í góða veðrinu, Fórum í sjómannakaffi til Arnars og Þórgunnar, í hoppukastalann með Hörpu sem skemmti sér konunglega, búið að vera æðislegt veður undanfarna daga. Ellen hringdi, var að fá skólaeinkunnirnar sem voru mjöööög flottar, TiL HAMINGJU MEÐ ÞAÐ DÚLLAN MÍN.. Vildi nú líka koma norður, sagði að það væri ógeðslegt veður hjá sér..rok og rigning...Ætla nú að efna loforðið mitt við Hörpu Hlín um að koma og gista þegar eldhúsið er orðið klárt. Hún átti ekki til eitt einasta orð, þegar hún sá að amma átti enga eldavél, og engan vask..hvurslags er þetta eiginlegaBlush

Fundum geitungabú hjá okkur í gærkvöldi, ætlum að manna okkur upp í að fjarlægja það í kvöld..

nóg um það..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband