6.7.2007 | 15:45
launalækkun.. veganesti í sumarfríið..
jæja nú er ég loks komin í sumarfrí..jibbý jei jibbý jei. Er að spá í hvar ég geti fengið vinnu í fríinu, eftir að hafa hlustað á Sjávarútvegsráðherra skýra frá launaskerðingunni sem hann var að boða inn á mitt heimili. Ég hef aldrei getað skilið þetta kvótarugl og þessa sísvöngu þorska sem hafa ekkert orðið að éta síðan hvalurinn var friðaður og nú étur hvalurinn loðnuna og þorskurinn sveltur... Allt of margir svangir fiskar í sjónum... Aukið þorskveiðar svo þeir hafi meira að éta sem eftir verða... Minnkið loðnuveiðar, veiðum hvali hvar sem til þeirra næst..
Af hverju er ég ekki að vinna hjá Hafró, ég gæti sagt þeim allt þetta sem ég veit...en þeir ekki.. blessaðir fræðingarnir.
Annars allt gott að frétta, brúðkaup Guðmundar og Bjarkeyjar á morgunn. það verður gaman, svo býst ég við að fara suður með konna eftir helgina og hefja menningarferðina mína. með bakpokann í borginni í safnaskoðun. Ég mun líka hitta Ólöfu vinkonu og frétta af brúkaupsundirbúningi hjá Sigurði og Unni og aðstoða hana ef ég get. Þetta verður bara skemmtilegt.
Lena og Gummi eru flutt á AKureyri svo enn eina ferðina er ég orðin ein í kofanum. Konni heimsækir mig að vísu stundum. Hann er t..d. á leið norður núna í þessum pikkuðu orðum. Freyja og Hörður eru nú að fljúga til Tyrklands í sumarfrí.. voða gaman hjá þeim... Ójá.
Gott í bili
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.