Mömmur...grrrr

Um hádegi á föstudag, við Konni nývöknuð eftir ferðalagið yfir Kjöl og heim í fjörðinn, mætti móðir mín blessunin með gesti til okkar. Hanna frænka mín, Þóra dóttir hennar og Tómas maður hennar frá Svíþjóð voru í firðinum fagra. Það var mjög gaman að hitta þau og mamma gekk með þau um alla efri hæðina hjá mér og sýndi þeim  (tók nú ekki vel eftir hvort hún fór yfir skápana) og hélt tölu um hvað við værum búin að gera í húsinu og hversu dugleg við Konni værum að smíða, mála og svoleiðis. (Voða gaman að því). Það kárnaði nú gamanið þegar ég sá mömmu steðja með þau niður á neðri hæðina, ég kallaði á hana að þetta væri orðið gott hjá henni og svefnvistarverur okkar væru ekki til sýnis, ekki heldur geymslur og þvottahús... Haldið þið að hún hafi eitthvað hlustað á það.. ónei.. ekki aldeilis.. frekar en fyrri daginn.. hún óð um allt með gestina sem voru nú frekar vandræðalegir og höfðu orð á því að móðir mín hlustaði ekkert á mig...

ERU EINHVERJIR ÞARNA ÚTI SEM EIGA SVONA MÖMMU?

Ég var enn uppi á meðan á skoðunarferðinni stóð og var að spá í að henda mér fram af svölunum, þar sem ég vissi eiginlega ekkert hvernig var umhorfs í neðra, Við nýkomin heim úr ferðalaginu, töskur og dótarý um allt, og það sem verra var að Lena flutti heim í skipti nr 14 á meðan við vorum í burtu, eða réttara sagt henti dótinu sínu inn, 2. sjónvörpum, rúmi og 150 kössum og góðum slatta af þvotti.

Eftir, að mér fannst, heila eilífð, kom hersingin upp aftur og enginn sagði orð.. ekki eitt einasta orð... um hversu dugleg við Konni værum. Eitt af því góða við húsið okkar hefur mér þótt að það þarf ekki alltaf að vera voða fínt niðri, ég held öllu góðu uppi og hef leyft mér að hafa svolítið ruslulegt niðri, þar eru bara við og engir aðrir. Nú þarf ég að endurskoða það. Hvað lærði ég af þessari uppákomu? jú ég er að spá í að láta mömmu bara hafa lykil af húsinu svo hún geti farið með gesti um þegar ég er ekki heima...heheh.. Hvað lærði mamma af þessari uppákomu... ég veit það ekki fyrr en næstu gestir koma..

nóg í bili


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband