Enn ein vinnuvikan..

Helgin afstaðin og maður komin í vinnugírinn. Mikið var ég ánægð með Leiftur/ks að ná jafntefli við Selfyssinga á laugard. Er farin að hlakka til næstu helgar að fara á völlinn. Ég er sannfærð um að þeir fara upp drengirnir.

Fór á Akureyrarvöku á laugardag, á málverkasýningu, sá gjörninga flugelda, börnin og barnabörnin, og fleira skemmtilegt. Var í miðbænum til miðnættis og sá ekki vín á nokkrum manni, var að hugsa um þetta þegar helgarfréttirnar úr höfuðborginni dundu á mér þar sem maður barði annan, með hnefum, flöskum og grjóti. Ljóta ástandið að verða á næturlífinu. Mikið er ég fegin að ég er nú alltaf sofnuð þegar ballið byrjar. Á Akureyri var bara fallegt fólk, mikið á aldrinum 18-23 ára og svona líka vel á sig komið.Smile Heimsótti Soffíu og Stefán í nýja húsið. Mjög flottSmile

Á Sunnudag málaði ég eina hurð, pússaði borð, bæsaði hillu og þreif bílinn. Ekkert smá dugleg, svo sem ein heima og enginn að trufla mig. Heyrði aðeins í Ellen Helgu sem var að byrja í nýjum skóla og lér ún bara vel af því.

Konni var að landa fyrstu löndun í morgun, var með rúm 8 tonn. Ánægður með það karlinn. Hann og Lena koma sjálfsagt ekki heim fyrr en í vikulokin.

Mál að linni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband