3.9.2007 | 09:21
Örlagadagarnir eru margir..
Fastir liðir hjá mér á sunnudagskvöldum er að horfa á Örlagadaginn með Sirrý. Mikið fann ég til með móðurinni sem missti dóttur sína úr alnæmi. Ég fékk þvílíkan kökk í hálsinn þegar ég hlustaði á hana. Ég á mjög auðvelt með að samsama mig við foreldra fíkla og finnst oft á tíðum að saga okkar allra sé á svipuðum nótum. Lýsingar á ferlinu frá því að barnið manns byrjar að nota vímuefni og framhaldið er auðvitað mjög líkt. Persónuleikabreytingarnar, þegar barnið manns breytist úr skemmtilegum krakka í óheiðarlegan þunglyndissjúkling, sem ekki er hægt að treysta fyrir einu né neinu, allt er lygi og maður þarf að tékka á öllu, maður er alltaf á varðbergi, svo sofnar maður á verðinum, heldur að allt sé að lagast, þegar holskeflan skelllur á manni af fullum þunga, og þá hreinlega lyppast maður enn neðar en ég hélt áður að væri hægt.
En reglulega birtir svo aftur og maður leitar af jákvæðum hlutum, til að gleðjast yfir og það er nú þannig að það er auðvelt ef maður vill sjá það fallega og jákvæða í lífinu, þá finnur maður það allstaðar í kringum sig. Lífið er nefnilega svo skemmtilegt og margt að gleðjast yfir.
12. september n.k. verður Hún Lena Margrét 20 ára gömul og stefnum við að því að halda flotta afmælisveislu fyrir hana. Við höfum ekki haldið upp á afmæli hennar í 5 ár, þar sem hún hefur eytt undanförnum afmlælisdögum á hinum ýmsu meðferðastofnunum. Það hefur nú bara verið þannig, og nú stefnir allt í að hún verði heimavið og pabbi hannar ætlar að koma í land með stúlkuna svo við krossum bara fingur 10 næstu daga og vonum að ekkert raski þessum áformum okkar.
Helgin var góð, fjölskyldan í mat á laugardagskvöld, gaman að fá krakkana (sérstaklega litlu) Á sunnudag fórum við hjónakornin í góðan göngutúr og Konni skrapp í ber, fórum síðan í afmæli til Svavars Óla og Esterar Agnesarbarna á Sandinn, tertur og fínerí. Konni fór svo austur en ég aftur heim í fjörðinn fagra.
Alltaf blúsuð á mánudögum eftir Sirrý.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.