Lýst eftir KEA kjötfarsi..

Oh ... ég sakna svo KEA kjötfarsins. Það er að vísu það eina sem ég sakna frá KEA veldinu sáluga, Nei ekki rétt ... ég sakna líka Gula bandsins (smjörlíkið sem þeir framleiddu) en í gær var ég boðin í mat til Arnars litla bróðurs og Þórgunnar í kjötfars, kál kartöflur og rófur (það er nú alveg nýtt fyrir mér að borða rófur með farsinu (örugglega eitthvað dalvíkst uppátæki, svo kartöflunum leiðist nú ekki.   Grinheheheheh).Grin

Af því að ég er nú miklu eldri og reyndari en gestgjafarnir var ég með sögustund um Kjötfarsið sem maður var alinn upp á. Ég fylgdist oft dolfallinn með mömmu þegar hún var að steikja kjötfarsbollur þegar ég var krakki. Risastórar bollur voru settar á pönnuna, sem minnkuðu mjög hratt í sama hlutfalli og pannann fylltist af fitu. Þetta fannst mér agalega sniðugt, en djö.. hefur þetta verið óhollt. Líklega hefur þurft 2. kg. af farsi í 1. kg af bollum... Þetta át maður með bestu lyst árum saman og alltaf jafn gott.

Einu sinni til tvisvar á ári fór mamma til Akureyrar, líklega á vorin og svo fyrir jólin (það er mjööög langt síðan þetta var og þá var mjööög langt til Akureyrar) og alltaf kom hún heim með KEA kjötfars í kílóatali og þvílík veisla maður minn...

Svo varð K'O- Kaupfélag Eyfirðinga og gátum keypt KEA-farsið hér í firðinum, en þá einhverra hluta vegna var það aldrei eins gott og þegar mamma flutti það frá Akureyri..

Vona að allir séu fróðari um kjötfars,  í það minnsta að kjötfars er ekki bara ...kjötfars...Smile

Skemmtileg helgi framundan, ég er að flytja til Akureyrar í 2 daga, ætla að passa Hörpu og Konna um helgina. Mamma þeirra hetjan hún Vala ætlar á sjóinn með Sig. Óla svo það verður örugglega meira stuð hjá mér en henni. Ég dáist mjög af stelpunum mínum að fara á sjóinn ..GUBB GUBB.. 

 

Góða helgi..

Ó

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hlakka til að hitta ykkur

kv.Freyja

Freyja (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband