Naglafræðineminn..

SmileÞað er ljóst að ég er ekki duglegasti bloggarinn þessa dagana. Man ekkert hvað ég hef verið að gera síðustu viku, en veit þó að ég hef verið að vinna, sé það á vinnustundunum mínum. Annars allt gott að frétta af skvísunni, já skvísunni, útskýri það á eftir. Mér þótti mjög leiðinlegt að komast ekki til eyja um helgina, en hún Heiða móðirsystir mín var jörðuð á laugardag. Mamma fór strax í síðustu viku og Þórður og Hófý svo fyrir helgina. Gat heldur ekki æft með kórnum fyrir tónleika sem halda átti í gær á Siglufirði (vesturbænum). Tónleikunum var svo aflýst eða frestað, vegna ófærðar.

Ég var löngu búin að ráðstafa þessari helgi í naglaskólann, var alla helgina á Ak að gera neglur og fræðast. Það var ótrúlega skemmtilegt, ég hafði miklu meira gaman af en ég bjóst við. Var með svo skemmtileg módel, sem fylgdust vel með hvað ég var að gera og stoppuðu mig og leiðbeindu ásamt kennaranum og það veitti nú ekki af stundum,þar sem ég er nú með gullfiskaminni, eða þannig sko. Var með Freyju á laugardag, og Lenu á sunnudag, og gerði bara helv. fínar neglur á táslur á þær (miðað við í fyrsta skipti). Þær voru ánægðar með gömlu.. allavega sögðu þær það.. Var eins og ég bjóst við laaang elst og þroskuðust, en þá er nú líka tekið mark á manni..hehe... En þetta með skvísuna.. Kennarinn notaði mig sem módel (ég var náttúrulega með flottustu neglurnar náttúrulegu) svo  nú er ég ekkert smá flott á höndum og fótum, með fullt af skrautsteinum, sem by the way ég vildi ekki, en mér var nú bara sagt að ég væri módel og réði engu. Cool

Mér finnst flottast það sem maður getur gert við sínar eigin neglur, að þurfa ekki endilega að vera með langar gerfineglur, heldur að fá styrk og fallegt útlit á sínar eigin..

SVO AÐ ÞIÐ ÞARNA ÚTI SEM ÁHYGGJUM OG ÞUNGA ERU HLAÐIN, KOMIÐ TIL MÍN OG FÁIÐ UPPLYFTINGU Á TÆR OG FINGUR, ANDLEG NÆRING FYLGIR FRÍTT MEÐ.. ÉG BYRJA AÐ VINNA STRAX Í DAG OG VERÐIN ERU BARA HLÆGILEG ÞAR SEM ÉG ER NEMI, EN EINS OG FREYJA SAGÐI:

MAMMA!!!  ÞETTA ER ALVEG ÓTRÚLEGA FLOTT HJÁ ÞÉR, MIÐAÐ VIÐ AÐ ÞÚ SÉRT AÐ GERA ÞETTA Í FYRSTA SKIPTI.

Elskurnar mínar!! hringið bara í mig 867-1455 og endilega kvittið af og til á síðuna..

Er þetta bara ekki orðið gottSmile

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ég skal sko mæta til þín við tækifæri en þó vil ég taka fram að það sést varla í neinar neglur á mér sökum bjúgs þannig þú yrðir kannski í meira verki að reyna að finna þær frekar en hitt  

Gangi þér áfram vel, ég hef mikla trú á þér

XXX Lísa frænka 

Lísa frænka (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 16:32

2 identicon

Elsku Lísa mín! Eru táslurnar alveg horfnar??? En vertu velkomin þegar þær fara að sjá til sólar aftur sem verður nú mjöööög fljótlega..kv-Sigga frænka

Sigga (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband