21.11.2007 | 10:57
Forvarnir-- Forvarnadagur..
Þegar ég vaknaði í morgunn, kveikti ég á útvarpinu. Á meðan ég lá og hugsaði um hvort ég ætti að drullast fram úr rúminu, heyrði ég í forseta vorum Ólafi Ragnari. Hann var í viðtali vegna þess að í dag er forvarnadagurinn og hann er í forsvari eða verndari dagsins, held ég. Hann var að tala um hvað við værum feimin um að tala um eiturlyfjavandann og helst allir þjóðfélagshópar vildu bara sópa þessu undir stól og fela, gleyma, að við skömmuðumst okkar fyrir þetta vandamál sem er það alvarlegasta sem við stöndum frammi fyrir. Hann nefndi að þau hræðilegu banaslys á sem verða á hverju ári á vegum landsins væru allt of mörg og allir væru tilbúnir að gera eitthvað til að stemma stigu við því, en benti svo á að mun fleira ungt fólk deyr á ári hverju úr neyslu áfengis og eiturlyfja.
.........VISSIR ÞÚ ÞAÐ??............
Ég lá enn í rúminu og velti þessu fyrir mér, rifjaði upp að í gær laug ég tvisvar.. já.. tvær manneskjur spurðu mig í gær hvort örverpið væri á sjó og ég brosti og og sagði já.. vitandi það að hún væri einhversstaða allt annarsstaðar, var reyndar ekki alveg viss, hvar á landinu, en hún fór suður á DJ eitthvað fyrir hálfum mánuði og var ekki komin norður aftur í gær. (Kom í gærkvöldi). Vissulega hefur þetta ár verið með allra besta móti, ég má ekki gleyma því, en hún er pottþétt komin í helvítis ruglið einn ganginn enn, ég vissi það vel, þekki mitt heimafólk orðið ágætlega, taktana og ferlið allt sem fer í gang.
Ég er orðin mjög leið á þessu..ójá.. Hvers vegna laug ég? skammaðist ég mín? eða var ég ekki tilbúin í annaðhvort, samúðarhjalið, eða .. hvernig stendur á þessu að hún gerir þetta stelpan.. Halló ..halló.. er einhver heima.. hún er fíkill.. þú sem étur allt of mikið ..hættu því.. þú sem bryður læknadóp.. hættu því.. þú sem reykir.. hættu því.. þú sem drekkur bara rauðvín og bjór með matnum (stundum ansi langir matartímar) .. hættu því.. þetta er allt óhollt.
Drykkja íslendinga hefur aukist um 100% á síðustu 10 árum, ekki í lítratali heldur í alkóhólmagni, það segir okkur að blessaður bjórinn varð ekki til þess að minnka drykkjuna. Ég spyr mig að því hvernig verða tölurnar þegar áfengið verður komið við hliðina á mjólkinni í búðinni. Hef svo sem engin svör við því en hef á tilfinningunni að það verði nú ekki til batnaðar.
Alkólismi er fjölskyldusjúkdómur og þessi færsla hjá mér sýnir glögglega að ég er haldin þessum andskota. Ég hef nú orðið tilhneiingu til að láta eins og allt sé í sómanum þó svo að neysla örverpisins sé að gera út af við mig. Þessa dagana er ég að drepast í bakinu og kvefuð, alltaf einhver flensuskítur í mér. Skil bara ekkert í því hvert vöðvabólgan í öxlunum hefur farið. Hún hefur herjað á mig í hvert sinn sem fall, eða eitthvað neyslutengt hefur hrunið yfir fjölskylduna, þá fæ ég þursabit og vöðvabólgu. Gruna að axlarbólgan hafi farið í Konna í þetta skiptið. Þetta er nefnilega svo mikið andlegur sjúkdómur, svo ég tali nú ekki um hversu líkamlegur og félagslegur hann er.
Jæja nú er ég búin að blása aðeins svo kannski fer ég að hressast upp úr þessu..Annars fyrir utan þessi leiðindi er allt í gúddi..heheh hehe. Nóg að gera síðustu helgi, hjálpuðum Freyju og Herði að flytja á föstudag, kláruðum eldhúsinnréttinguna á laugardag, svo nú á BARA eftir að flísaleggja. Á sunnudag fórum við í bæinn og kláruðum að flytja og þrífa gömlu íbúðina Freyju og enduðum í dásamlegu hangikjöti hjá Lilju og Mundu.
Harpa Hlín og Konni litli eru að hressast, eftir kirtlatöku og kvef, Konni og Siggi á sjó og elskan hún Lena komin norður, og bíður eftir plássi á uppáhaldsspítalanum okkar....Vogi...
Nóg af bulli í bili.
Hvernig væri að kvitta á síðuna af og til.. summa af einhverju er sama og samlagning. (svona til upplýsingar).
Athugasemdir
Elsku frænka mín.
Bara að kvitta er heima lasin..pistillinn þinn er verulega góður og athyglisverður eins og allt sem að þú skrifar...neglurnar halda svona vel núna sjáumst vonandi sem fyrst..þú ert gullmoli
Jónína frænka (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 13:49
Æi ertu enn lasin..frænka mín, svo þú missir af klipsinu í hárinu í kvöld..hehe... ég líka, kvefið að drepa mig svo ég ætla að hvíla röddina í kvöld..láttu þér batna, það ætla ég að gera.
Sigga Guðm (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 15:13
Elsku vinkonu-frænka mín
Þetta er einn besti og áhrifaríkasti pistill sem ég hef lesið í langan tíma, andsk. fíkn, allskonar fíkn, sem liggur í leyni allsstaðar og hremmir allt of marga. ...
En ótrúlega sorglegt hversu margir vilja ekki viðurkenna fíknina sína, því við vitum jú að það þarf, til að geta tekist á við hana, í hvaða formi sem hún birtist.
Vonandi nær örverpið góðum tíma næst.... mundu að það er alltaf lengra á milli túra hjá henni.... er það ekki??
Eina sem ég get gert fyrir þig mín kæra vinkona, er að senda þér stór knús og vera bara til staðar fyrir þig.... alltaf..
Guðný vinkonu-frænka þín
Stórfrænkan (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 16:05
Takk fyrir það mín kæra vinnu- vinkona.
Sigga Guðm (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 16:45
Áhugaverður pistill hjá þér Sigga mín og ég vissi nú að þú værir góð leikkona en ekki svona eftir samtal okkar í gærkveldi.
Leit að þú getir ekki komið á æfingu í kvöld var bara að hugsa um klipsið ,
læt þig vita hvernig liturinn verður í kvöld á klipsinu
Hugsaðu vel um sjálfa þig og láttu þér batna.
Er alltaf til staðar fyrir þig ef þú vilt....
Gulla frænka (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 16:59
Blessuð frú Sigríður.
Leitt að heyra að ástandið sé svona slappt hjá ykkur. En pistillinn góður samt sem áður. Það skal nú viðurkennast að matartímarnir mínir eru stundum full langir. En þú (og þið) ert (eruð) nú soddan hörkutól. Örverpið ykkar er það nú líka. Vona að þið hressist öll fljótlega. Hugsa til ykkar.
Kveðjur og kvitt.
Gunna
Guðrún María (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 16:52
Takk fyrir góðar hugsanir stelpur mínar..
Sigga Guðm (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 09:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.