26.11.2007 | 10:58
Snjóskaflar í stofunni..
Þá er enn ein helgin að baki. vitlaust veður á aðfaranótt laugardags og gott að kúra í rúminu. Var þó alltaf að vakna við ýlfrið í gluggunum og veðrinu, og var með einhvern vara á mér því þeir feðgar voru á leiðinni frá Langanesi til Húsavíkur, miðað við veðrið hjá mér hefur ekki verið gaman á sjó þessa nótt. En það kom morgunn og ég skreiddist á fætur enda stóra kóræfingahelgin að byrja.
Þegar ég kom fram úr svefnherberginu fann ég þvílíkan skítakulda leggja niður stigann svo ég dreif mig upp.. Ó mæ godþþ Sjónvarpsholið var fullt af snjó. Gluggin sem er í norður svokallaður veltigluggi hafði opnast og búið að snjóa inn alla nóttina. Ég stökk niður aftur i brækur vettlinga og húfu, tók með mér fötur og skóflu og byrjaði að moka. Þetta var alvega fáranlega ótrúegt. Skálin með fjarstýringunm á borðinu var full af snjó, svo ég byrjaði að veiða rafmangsdótið uppúr og koma því á ofn. Hillur sófi gluggatjöld og allt í snjó, svo ég nefni nú ekki parketgólfið. En það var enginn bleyta, bara snjór, svo þið getið ímyndað ykkur kuldann inni. Náði að moka allt upp, þurrka gólf og henda pullum teppum og koddum í þvottahúsið áður en ég mætti svo uppgefin, en glaðvöknuð á kóræfingu kl 10. Var auðvita enn með húfuna og vettlingana í úlpunni þegar ég mætti og kórfélagarnir spurðu: Hva.. er svona kalt úti?. Nei sagði ég, bara inni hjá mér..hehe Útskýrði síðan fyrir þeim morgunverkin mín.
Eftir æfingu seinnipartinn var enn skítakuldi í húsinu enda allt orðið gegnkalt.. Og þá var nú gott að kveikja upp í kamínunni og hita vel upp.
Konni kom heim á laugardaginn og hófst handa við að flísaleggja, tekst líklega ekki að klára í þessari lotu, en það er nú allt í lagi. Fer líklega á sjó í dag og Siggi auðvita líka.
jólafundur slysó var svo í gær. Fyrsti í jólum hjá okkur með hangikjöti og alles og dásamlegum eftirréttum. Spiluðum svo bingó og fengum jólapakka. Mjög gaman.
Mál að linni.
Athugasemdir
Hæ, Sigga mín það er langt síðan ég kíkti á síðuna til þín. En gat ekki annað en brosað þegar ég sá þig í anda moka út úr stofunni. Ég þurfti bara að moka út úr bílskúrnum, þar sem hann hafði opnast upp á gát. En það sem er furðulegast að ég vakna ef þessir, krakkar skreppa á klósett, en ekki við þann háfaða sem bílskúrshurðinn olli. kveðja Begga
Begga (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 16:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.