28.11.2007 | 15:45
Kápukórinn startar þetta árið
Mikið svakalega var gaman í gær. Þá fór umboðsmaður kápukórsins með okkur kórfélagana til Akureyrar í æfingaBÚÐIR. Það er skemmst frá því að segja að við skemmtum okkur konunglega allan daginn, Við Gulla fórum í plokk og lit, kíktum í búðir, versluðum brækur, varaliti kjóla peysur skart.
Farið var með okkur Ólöfu í skoðunarferð í ÁTVR og þar hefur nú margt breyst skal ég segja ykkur. Þar geta viðskiptavinir lagst í gólfið og raðað upp á nýtt í hillur og skipt um sortir í kössum og kippum. Það gerðu í það minnsta kórfélagar mínir. dunduðu sér við að blanda sortum í hvítvínskippum, því þær vildu kaupa allar sortir. Gulla hinsvegar sem er alvön búðarkona fór að raða betur í hillurnar, skellti sér niður á hnéin, gott ef hún bað ekki afgreiðslumann á launum þarna um tusku til að þurrka af í leiðinni.. Því miður var kortið í myndavélinni fullt á þessu augnabliki (Var ekki enn búin að taka út Madridarferðina) því miður enn og aftur þvi þetta var óborganleg sjón að sjá hana á fjórum fótum þarna og Þuru og Snjólaugu að skipta sortum í kippunum.. Gulla frænka mín gaf mér eina bokku, eins og hún kallaði það. Henni fannst það gaman, litla rauðvinsflösku í sósu, en ég varð að lofa að gefa þeim úr henni ef þær yrðu uppinskroppa í ferðinni..
Fórum til Halldóru hálfsystur og sungum, einnig í Hagkaup fyrir Stínu og Önnu Maríu, fyrir Maron því hann var ekki heima fyrst. Enduðum hjá Ágústu og Kidda áður en við fórum heim, komumst að því að það er kannski heldur snemmt að syngja jólin í nóvember, því fólk fékk ekki svo mikið sem tár í augun, svo sprungum við úr hlátri í seinasta gigginu, held að það hafi verið komið of mikið söngvatn í kórsystur mínar..
Írskt kaffi tertur og fleira á Bláu könnunni, kvöldmatur á Strikinu, svo keypum við okkur agalega flottar eldrauðar spanjólur til að skarta með öllu hinu á þorláksmessu þegar við förum að banka upp á hjá vinum og ættingjum.
Elsku vinkonur.. Ólöf, Gulla, Þura, Snjólaug, Halldóra hálfsystir.. Takk fyrir ógleymanlegan dag fyrir ykkur, ég verð sjálfsagt búin að gleyma honum fljótlega, en þá rifjið þið hann upp fyrir mér.. Maður týnir ekki svona vini af trjánum og ég er afar þakklát fyrir að eiga ykkur að. Þetta er ekki djók..
Ég er svo glöð í hjartanu..
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.