jóla hvað..

Jólastússið í algleymingi.. Var á Ak að "negla" á laugardag, voða stuð. Hef svo verið að skreyta og gera fínt hjá okkur milli vinnu og nagla. Við hjónakornin erum ansi samstillt í jólaverkunum. konni sér um seríurnar úti og slatta inni, en ég sé um annan jólaundirbúning. Ég veit fátt skemmtilegra en að stússast í jólaskrauti og hafa minn mann tuðandi yfir seríunum, bilaðar perur og hitt og þetta að  dótinu, en á endanum kemur hann ljósum á dótið og við tölum um að endurnýja fyrir næstu jól, gerðum það í fyrra, en það er mjög erfitt að fá Konna til að henda neinu svo hann fer yfir ónýtu seríurnar á hverju ári og setur þær svo niður í geymslu í stað þess að henda þeim og svo byrjar allt upp á nýtt fyrir næstu jól.

Mér finnst bara notalegt að sjá hann sitja vafinn í jólaljósum og tuða, finnst eins og við séum akkúrat kominn að þann stað í lífinu að smá tuð er bara krúttlegt..heheh.

Freyja var að hringja og við uppgötvuðum að hún hefur líklega ekki komið í fjörðinn fagra í mánuð. Önnum kafin í prófum og lærdómi undanfarið og svo auðvita að vinna. En nú eru prófin búin og hún ælar að kíkja á liðið sitt á föstudag, en stefnan er að ég setji slatta af Húsavíkurskötu í pottana og fái herskara af fólki í mat. Eldaði skötu í fyrra vegna þess að mamma er hætt að gefa bræðrum mínum skötu á þorláksmessu, og voru þeir svo sorgmæddir að Sigga uppáhaldssystir aumkaði sig yfir þá. Nú ætla ég jafnvel að bjóða nýju Dalvíkingunum í mat líka, er búin að fyrirgefa þeim að flytja í vitlausan bæ.. hugsa að Hreinn frændi minn verði mjög glaður að fá skötuna, en veit ekki um Kelu..kemur í ljós.

Gott að sinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband