Öskudagur- góður dagur

jæja, nú er langt liðið á öskudaginn og búið að vera þvílíka fjörið hjá okkur í vinnunni. Fullt að furðulegum verum hafa heimsótt okkur, sungið, farið með ljóð og fengið nammi í staðinn. Gaman hversu margir hópar hafa haft fyrir því að semja öskudagstexta við lögin sem þau fluttu.

Eftir hádegi var svo "köttur" slegin úr tunnu í íþróttahúsinu og fór ég að upplifa stemminguna með Völu, Hörpu og Konna litla sem skemmtu sér konunglega, allavega Harpa Hlín sem var tígrisdýr í tilefni dagsins. Konni litli var nú ekkert sérstaklega glaður, heldur horfði alvarlegur á allt þetta skrítna fólk og verur sem þarna voru.

Sólin skín nú í fyrsta sinn inn um gluggana á þessu ári og er það bara yndislegt. Maður finnur hversu lundin léttist. Búið að blása af Þorrablót kvenfélagsins vegna ónógrar þátttöku. Leiðinlegt fyrir þær, en ég verð að segja að mér var frekar létt, búin að taka að mér veislustjórn, svo nú sé ég fram á rólega helgi. Þær hafa reynt að stíla upp á að hafa a.m.k. inn togara í landi, enda hafa sjóararnir verið duglegir að mæta með spúsur sínar, en það gekk ekki upp í þetta skipti.

Það er nú svo..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband